Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 23:16 Youssoufa Moukoko er nú í láni hjá franska félaginu Nice frá þýska félaginu Borussia Dortmund. Getty/Marco Steinbrenner Mikið var látið með Youssoufa Moukoko á sínum tíma þegar hann sló metið yfir yngsta leikmanninn í sögu Meistaradeildar karla í fótbolta. Nýr þýskur heimildaþáttur hefur kannað betur fæðingardag Moukoko og komist að því að hann er mögulega fjórum árum eldri en allir héldu. Heimildarþáttur á sjónvarpsstöðinni ProSieben ræddi við Joseph Moukoko, sem allir héldu að væri faðir Youssoufa. Joseph viðurkennir þar að Youssoufa sé ekki sonur hans og að hann sé ekki fæddur 20. nóvember 2004 heldur 19. júlí 2000. Joseph segist einnig hafa falsað gögn um fæðingardag stjúpsonar síns. „Við gerðum það svo að hann ætti meiri mögulega í evrópska fótboltanum,“ sagði Joseph Moukoko í þættinum. Bein Sports fjallar um málið. Sé þetta rétt þá á hann ekki lengur metið yfir þann yngsta til að spila í Meistaradeildinni, met sem hann eignaðist í desember 2020 sem leikmaður Borussia Dortmund. Hann var þá líka yfir aldursmörkum þegar hann tók þátt U17 móti með Dortmund árið 2018 og þegar hann hjálpaði 21 ára liði Þjóðverja að vinna Evrópumeistaratitilinn árið 2021. Borussia Dortmund telur að það hafi öll gögn undir höndunum sem sýndu fram á að Youssoufa væri fæddur árið 2004. „Skráningar leikmannsins og öll keppnisleyfi hans voru byggð á opinberum gögnum stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Bild hafði áður leitað að en ekki fundið nein gögn um að Youssoufa hefði fæðst árið 2004. Blaðið fann aftur á móti upplýsingar um Youssoufa Mohamadou sem fæddist árið 2000. Hann var þá skráður sonur leigubílstjórans Ousman Mohamadou. Youssoufa á enn metið yfir að vera yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í þýsku deildinni og hann er svo líka sá yngsti til að spila í Meistaradeildinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Heimildarþáttur á sjónvarpsstöðinni ProSieben ræddi við Joseph Moukoko, sem allir héldu að væri faðir Youssoufa. Joseph viðurkennir þar að Youssoufa sé ekki sonur hans og að hann sé ekki fæddur 20. nóvember 2004 heldur 19. júlí 2000. Joseph segist einnig hafa falsað gögn um fæðingardag stjúpsonar síns. „Við gerðum það svo að hann ætti meiri mögulega í evrópska fótboltanum,“ sagði Joseph Moukoko í þættinum. Bein Sports fjallar um málið. Sé þetta rétt þá á hann ekki lengur metið yfir þann yngsta til að spila í Meistaradeildinni, met sem hann eignaðist í desember 2020 sem leikmaður Borussia Dortmund. Hann var þá líka yfir aldursmörkum þegar hann tók þátt U17 móti með Dortmund árið 2018 og þegar hann hjálpaði 21 ára liði Þjóðverja að vinna Evrópumeistaratitilinn árið 2021. Borussia Dortmund telur að það hafi öll gögn undir höndunum sem sýndu fram á að Youssoufa væri fæddur árið 2004. „Skráningar leikmannsins og öll keppnisleyfi hans voru byggð á opinberum gögnum stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Bild hafði áður leitað að en ekki fundið nein gögn um að Youssoufa hefði fæðst árið 2004. Blaðið fann aftur á móti upplýsingar um Youssoufa Mohamadou sem fæddist árið 2000. Hann var þá skráður sonur leigubílstjórans Ousman Mohamadou. Youssoufa á enn metið yfir að vera yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í þýsku deildinni og hann er svo líka sá yngsti til að spila í Meistaradeildinni. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira