Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 20:46 Sögulega margir leituðu á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa í síðustu viku. Vísir Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira