Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 10:05 Mark Zuckerberg í bandaríska þinginu í janúar. AP/Susan Walsh Meta, móðurfélag Facebook sem er í eigu Mark Zuckerberg, hefur gefið milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump. Forsetinn verðandi hefur ítrekað gagnrýnt auðjöfurinn á undanförnum mánuðum og einnig hótað aðgerðum gegn Facebook og öðrum fyrirtækjum sem hann sakar um að hafa farið gegn sér. Trump og Repúblikanar hafa lengi beint spjótum sínum að Zuckerberg og hafa meðal annars sakað hann um að beita Facebook gegn þeim og um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump sjálfur sagði eitt sinn að Zuckerberg ætti að sitja í fangelsi fyrir meint „ráðabrugg“ gegn Trump. Þá hefur Zuckerberg einnig deilt við Elon Musk, einn helsta ráðgjafa Trumps þessa dagana. Zuckerberg hefur reynt að brúa bilið milli hans og Trumps og lagði hann til að mynda land undir fót nýverið og heimsótti Trump í Flórída. Ráðgjafar Zuckerberg fóru með honum og funduðu þeir einnig með Marco Rubio, öldungadeildarþingmanni sem Trump ætlar að skipa í embætti utanríkisráðherra, og aðra ráðgjafa Trumps. Þar að auki hefur Zuckerberg að minnsta kosti tvisvar sinnum rætt við Trump í síma, samkvæmt New York Times. Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal er Zuckerberg ekki eini auðjöfurinn sem leitað hefur á náðir Trumps að undanförnu. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hefur gert það einnig. Tim Cook frá Apple og Sundar Pichai frá Google eru einnig sagðir hafa sett sig í samband við Trump-liða. Embættistökusjóðir eru notaðir til að greiða fyrir embættistökuathöfn forseta Bandaríkjanna, skrúðgöngu og aðra fögnuði sem tengjast athöfninni. Engin takmörk eru á því hve mikla peninga menn og fyrirtæki geta gefið í þessa sjóði en slíkar fjárveitingar eru vinsælar hjá aðilum sem vilja komast í náðina hjá verðandi forsetum. Framboð Trumps hefur gefið út að þeir sem gefa milljón dali eða meira í embættistökusjóðinn fá meðal annars að sitja kvöldverð með forsetanum, eiginkonu hans og JD Vance, varaforseta. Bandaríkin Donald Trump Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. 10. desember 2024 15:01 Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. 9. desember 2024 06:58 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Trump og Repúblikanar hafa lengi beint spjótum sínum að Zuckerberg og hafa meðal annars sakað hann um að beita Facebook gegn þeim og um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump sjálfur sagði eitt sinn að Zuckerberg ætti að sitja í fangelsi fyrir meint „ráðabrugg“ gegn Trump. Þá hefur Zuckerberg einnig deilt við Elon Musk, einn helsta ráðgjafa Trumps þessa dagana. Zuckerberg hefur reynt að brúa bilið milli hans og Trumps og lagði hann til að mynda land undir fót nýverið og heimsótti Trump í Flórída. Ráðgjafar Zuckerberg fóru með honum og funduðu þeir einnig með Marco Rubio, öldungadeildarþingmanni sem Trump ætlar að skipa í embætti utanríkisráðherra, og aðra ráðgjafa Trumps. Þar að auki hefur Zuckerberg að minnsta kosti tvisvar sinnum rætt við Trump í síma, samkvæmt New York Times. Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal er Zuckerberg ekki eini auðjöfurinn sem leitað hefur á náðir Trumps að undanförnu. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hefur gert það einnig. Tim Cook frá Apple og Sundar Pichai frá Google eru einnig sagðir hafa sett sig í samband við Trump-liða. Embættistökusjóðir eru notaðir til að greiða fyrir embættistökuathöfn forseta Bandaríkjanna, skrúðgöngu og aðra fögnuði sem tengjast athöfninni. Engin takmörk eru á því hve mikla peninga menn og fyrirtæki geta gefið í þessa sjóði en slíkar fjárveitingar eru vinsælar hjá aðilum sem vilja komast í náðina hjá verðandi forsetum. Framboð Trumps hefur gefið út að þeir sem gefa milljón dali eða meira í embættistökusjóðinn fá meðal annars að sitja kvöldverð með forsetanum, eiginkonu hans og JD Vance, varaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. 10. desember 2024 15:01 Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. 9. desember 2024 06:58 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Sjá meira
Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. 10. desember 2024 15:01
Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35
Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri. 9. desember 2024 06:58