Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir og Sveinn Ægir Birgisson skrifa 12. desember 2024 09:01 Í ört stækkandi sveitarfélagi er að mörgu að huga, sinna þarf viðhaldi og endurbótum ásamt því horfa til framtíðar, byggja upp innviði í takt við þróun samfélagsins. Forgangsraða þarf framkvæmdum, tryggja fjármögnun og mæta þörfum fjölbreyttra hópa. Þrátt fyrir fjárhagsvanda Árborgar undanfarin ár hefur okkur tekist að mæta þessum þörfum að mestu. Í nýsamþykktri fjárfestingaráætlun fyrir árin 2025-2028 er lögð höfuðáherslu á viðhald og endurbætur auk nýframkvæmda. Áætlað er að fjárfest verði fyrir 2,45 milljarða króna árið 2025. Viðhald og endurbætur Af helstu viðhaldsaðgerðum og endurbótum má nefna endurnýjun gatna. Þar eru elstu götur sveitarfélagsins endurhannaðar, skipt út lögnum, ljósastaurum og malbikað. Unnið hefur verið við hluta Rauðholts á Selfossi og er áætlað að halda áfram að Engjavegi á næsta ári. Þá er áætluð endurnýjun á malbiki og göngustíg á Eyrargötu á Eyrarbakka frá Húsinu og fram yfir Stað. Í Vallaskóla er haldið áfram endurbótum innanhús með það markmiði að bæta starfsumhverfi starfsfólks og nemenda. Skólalóðin umhverfis Vallaskóla verður hönnuð og hafin uppbygging sem lengi hefur verið kallað eftir. Selfossveitur Rannsóknarleitir eftir heitu vatni hafa skilað árangri á árinu 2024 og unnið verður á næsta ári að virkjun þeirra borholna sem teljast vinnsluhæfar. Má þar nefna SE-45 við Hótel Selfoss. Byggt verður upp dæluhús og holan tekin í notkun undir lok árs 2025, mun hún skila um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Þá er önnur borhola við Sóltún SE-46 en hún verður dýpkuð með von um aukin afköst og síðan virkjuð. Áætlað er að fara með þessa borholu á 1.500 metra dýpi. Engin af borholunum hér innanbæjar eru undir þúsund metra svo þessi framkvæmd ætti að gefa góðar vísbendingar um okkar nýja orkuöflunar svæði innanbæjar á Selfossi. Í dreifingu og miðlun mun klárast uppbygging á nýjum miðlunargeymi sem mun taka 4.800 rúmmetrar og gjörbreyta rekstraröryggi Selfossveitna, en hann er tvöfalt stærri en sá sem fyrir er. Endurnýjun stofnlagna mun halda áfram til að tryggja uppbyggingu í sveitarfélaginu öllu. Má þar nefna lagnir í dreifikerfi innan Selfossbæjar og svo endurnýjun á Eyrarlögninni sem tryggir heitt vatn fyrir dreifbýlið, Eyrabakka og Stokkseyri, en þar er mikil uppbygging framundan á næstu árum. Skólamál Hafist verður handa við stækkun Jötunheima úr sex deilda leikskóla í tólf deilda, gert er ráð fullnaðarhönnun og byrjun á jarðvinnu á næsta ári. Skólinn verði opnaður sem tólf deilda leikskóli og fullkláraður með stærri skólalóð árið 2028. Annar áfangi Stekkjaskóla klárast nú um áramót en við það er skólinn fullbyggður fyrir tíu bekkjardeildir án íþróttahúss. Í dag eru nemendur í sjö bekkjardeildum og kennt verður í fyrsta sinn frá 1-10. bekk haustið 2027. Hönnun þriðja áfanga verður unnin á næsta ári en þar verður gert ráð fyrir íþróttahúsi og nýjum tónlistarskóla. Hönnun og jarðvinna fyrir nýja kennslusundlaug við Sundhöll Selfoss hefst á næsta ári. Ásamt þessu öllu þarf að horfa enn lengra fram í tímann við uppbyggingu skólahúsnæðis og mun undirbúningur við gerð fjórða grunnskólans á Selfossi hefjast næsta haust. Vatns- og fráveitan Líkt og aðrir innviðir þarf vatnsveitan að geta vaxið í takt við samfélagið. Því verður byrjað á nýju dæluhúsi fyrir vatnsveituna á næsta ári sem verður klárt árið 2027 og í kjölfarið nýr miðlunargeymir byggður. Allt okkar kalda vatn kemur frá vatnsöflunarsvæðinu í Ingólfsfjalli. Við gerð nýrrar Ölfusárbrúar mun vatnsveitan leggjast í fjárfestingar til að koma nýjum vatnslögnum fyrir til að tryggja áframhaldandi uppvöxt vatnsveitunnar. Í fráveitunni er Hreinsistöðin í Geitanesi enn í fullri framkvæmd og mun hún hreinsa allt skólp frá Selfossi. Áætlað er að taka stöðina í notkun vorið 2026 með fyrsta þreps hreinsun. Síðan munu næstu flokkar hreinsunar bætast við eftir að reynsla hefur verið komið á rekstur stöðvarinnar. Aðrar framkvæmdir Við gerð nýrrar Ölfusárbrúar greiðir sveitarfélagið um milljarð við lagningu á nýjum tengivegum og stofnlögnum fyrir vatns- og hitaveitu. Þannig mun allt heitt vatn koma inn í miðlunarkerfi Selfossveita á sama stað, en í dag eru hitaveituholurnar fyrir utan dælt beint inná inn á dreifikerfið án miðlunar. Áfram verður haldið með lagningu göngu- og hjólreiðastíga frá Selfossi að fjörustígnum milli Eyrarbakka og Stokkseyris. Stígurinn er á lokametrunum og tryggja þarf örugga þverun yfir Eyrarbakkaveg. Endurnýjun á ljósastaurum og götulýsingu heldur áfram með því að LED-væða alla lýsingu í sveitarfélaginu. Ásamt því verður farið í aðgerðir til hraðalækkunar við fjölfarnar gönguþveranir, einkum gönguleiðir skólabarna, með það að markmiði að bæta umferðaröryggi. Fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar Árborgar Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi Á-lista og Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi D-lista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í ört stækkandi sveitarfélagi er að mörgu að huga, sinna þarf viðhaldi og endurbótum ásamt því horfa til framtíðar, byggja upp innviði í takt við þróun samfélagsins. Forgangsraða þarf framkvæmdum, tryggja fjármögnun og mæta þörfum fjölbreyttra hópa. Þrátt fyrir fjárhagsvanda Árborgar undanfarin ár hefur okkur tekist að mæta þessum þörfum að mestu. Í nýsamþykktri fjárfestingaráætlun fyrir árin 2025-2028 er lögð höfuðáherslu á viðhald og endurbætur auk nýframkvæmda. Áætlað er að fjárfest verði fyrir 2,45 milljarða króna árið 2025. Viðhald og endurbætur Af helstu viðhaldsaðgerðum og endurbótum má nefna endurnýjun gatna. Þar eru elstu götur sveitarfélagsins endurhannaðar, skipt út lögnum, ljósastaurum og malbikað. Unnið hefur verið við hluta Rauðholts á Selfossi og er áætlað að halda áfram að Engjavegi á næsta ári. Þá er áætluð endurnýjun á malbiki og göngustíg á Eyrargötu á Eyrarbakka frá Húsinu og fram yfir Stað. Í Vallaskóla er haldið áfram endurbótum innanhús með það markmiði að bæta starfsumhverfi starfsfólks og nemenda. Skólalóðin umhverfis Vallaskóla verður hönnuð og hafin uppbygging sem lengi hefur verið kallað eftir. Selfossveitur Rannsóknarleitir eftir heitu vatni hafa skilað árangri á árinu 2024 og unnið verður á næsta ári að virkjun þeirra borholna sem teljast vinnsluhæfar. Má þar nefna SE-45 við Hótel Selfoss. Byggt verður upp dæluhús og holan tekin í notkun undir lok árs 2025, mun hún skila um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Þá er önnur borhola við Sóltún SE-46 en hún verður dýpkuð með von um aukin afköst og síðan virkjuð. Áætlað er að fara með þessa borholu á 1.500 metra dýpi. Engin af borholunum hér innanbæjar eru undir þúsund metra svo þessi framkvæmd ætti að gefa góðar vísbendingar um okkar nýja orkuöflunar svæði innanbæjar á Selfossi. Í dreifingu og miðlun mun klárast uppbygging á nýjum miðlunargeymi sem mun taka 4.800 rúmmetrar og gjörbreyta rekstraröryggi Selfossveitna, en hann er tvöfalt stærri en sá sem fyrir er. Endurnýjun stofnlagna mun halda áfram til að tryggja uppbyggingu í sveitarfélaginu öllu. Má þar nefna lagnir í dreifikerfi innan Selfossbæjar og svo endurnýjun á Eyrarlögninni sem tryggir heitt vatn fyrir dreifbýlið, Eyrabakka og Stokkseyri, en þar er mikil uppbygging framundan á næstu árum. Skólamál Hafist verður handa við stækkun Jötunheima úr sex deilda leikskóla í tólf deilda, gert er ráð fullnaðarhönnun og byrjun á jarðvinnu á næsta ári. Skólinn verði opnaður sem tólf deilda leikskóli og fullkláraður með stærri skólalóð árið 2028. Annar áfangi Stekkjaskóla klárast nú um áramót en við það er skólinn fullbyggður fyrir tíu bekkjardeildir án íþróttahúss. Í dag eru nemendur í sjö bekkjardeildum og kennt verður í fyrsta sinn frá 1-10. bekk haustið 2027. Hönnun þriðja áfanga verður unnin á næsta ári en þar verður gert ráð fyrir íþróttahúsi og nýjum tónlistarskóla. Hönnun og jarðvinna fyrir nýja kennslusundlaug við Sundhöll Selfoss hefst á næsta ári. Ásamt þessu öllu þarf að horfa enn lengra fram í tímann við uppbyggingu skólahúsnæðis og mun undirbúningur við gerð fjórða grunnskólans á Selfossi hefjast næsta haust. Vatns- og fráveitan Líkt og aðrir innviðir þarf vatnsveitan að geta vaxið í takt við samfélagið. Því verður byrjað á nýju dæluhúsi fyrir vatnsveituna á næsta ári sem verður klárt árið 2027 og í kjölfarið nýr miðlunargeymir byggður. Allt okkar kalda vatn kemur frá vatnsöflunarsvæðinu í Ingólfsfjalli. Við gerð nýrrar Ölfusárbrúar mun vatnsveitan leggjast í fjárfestingar til að koma nýjum vatnslögnum fyrir til að tryggja áframhaldandi uppvöxt vatnsveitunnar. Í fráveitunni er Hreinsistöðin í Geitanesi enn í fullri framkvæmd og mun hún hreinsa allt skólp frá Selfossi. Áætlað er að taka stöðina í notkun vorið 2026 með fyrsta þreps hreinsun. Síðan munu næstu flokkar hreinsunar bætast við eftir að reynsla hefur verið komið á rekstur stöðvarinnar. Aðrar framkvæmdir Við gerð nýrrar Ölfusárbrúar greiðir sveitarfélagið um milljarð við lagningu á nýjum tengivegum og stofnlögnum fyrir vatns- og hitaveitu. Þannig mun allt heitt vatn koma inn í miðlunarkerfi Selfossveita á sama stað, en í dag eru hitaveituholurnar fyrir utan dælt beint inná inn á dreifikerfið án miðlunar. Áfram verður haldið með lagningu göngu- og hjólreiðastíga frá Selfossi að fjörustígnum milli Eyrarbakka og Stokkseyris. Stígurinn er á lokametrunum og tryggja þarf örugga þverun yfir Eyrarbakkaveg. Endurnýjun á ljósastaurum og götulýsingu heldur áfram með því að LED-væða alla lýsingu í sveitarfélaginu. Ásamt því verður farið í aðgerðir til hraðalækkunar við fjölfarnar gönguþveranir, einkum gönguleiðir skólabarna, með það að markmiði að bæta umferðaröryggi. Fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar Árborgar Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi Á-lista og Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi D-lista
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun