Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 18:45 Bruninn varð í sumarhúsi við Hvaleyrarvatn árið 2020. Myndin sýnir frá gróðureldum sem voru skammt frá vatninu ári seinna. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira