Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2024 10:31 Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Alheimshreyfing Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu. Félagið hefur nú í heila öld aðstoðað fólk í neyð og aðstoðað íslenskt samfélag um land allt. Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alheimshreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og hefur stutt mannúðaraðgerðir og þróunarsamvinnuverkefni með reglubundnum hætti víða um heim frá 1974 og eru dæmi um slíkan stuðning allt frá 1945. Í alþjóðlegu samstarfi okkar undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að stuðla að jafnrétti kynjanna og uppræta ofbeldi. Ein af hverjum þremur Kynbundið ofbeldi, sérstaklega gegn konum og stúlkum, er allt of algengt um allan heim. Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, eða nauðgun af hendi annars en maka. Á tíu mínútna fresti er kona eða stúlka drepin af maka sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi er algengt alls staðar og í öllum aðstæðum, en þær sýna einnig að þegar neyðarástand skapast eykst hættan á kynbundnu ofbeldi svo um munar. Þetta á bæði við á átakasvæðum og við náttúruhamfarir. Áhersla Rauða kross hreyfingarinnar í 16 daga átakinu í ár miðar að því að minna á þessa staðreynd og hvetja alla viðbragðsaðila – þar á meðal ríkisstjórnir - til að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, áður en því er beitt. Neyðarástand eykur kynbundið ofbeldi Ein tegund kynbundins ofbeldis sem vitað er að eykst í neyð er ofbeldi maka, oftast ofbeldi karla gegn konum. Missir, afkomuótti og óstöðugleiki ýta undir aukið heimilisofbeldi. Tíðni nauðgana eykst sömuleiðis. Þegar átök brjótast út er kynferðislegt ofbeldi því miður oft notað sem vopn, gegn öllum kynjum. Þegar fjölskyldur missa heimili sín er öryggi oft ábótavant, sérstaklega fyrir konur og stúlkur í nýjum búsetuúrræðum, þar sem þær þurfa oft að deila svefnstað og salernisaðstöðu með ókunnugum. Aukin fátækt veldur því að fjölskyldur verða líklegri til að gifta ungar dætur sínar og mansal og vændi eykst. „Ef það er fyrirsjáanlegt, er hægt að koma í veg fyrir það“ Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru starfrækt í flestöllum löndum í heiminum, eða í 191 landi. Öll landsfélög Rauða krossins starfa eftir sömu hugsjón og sömu grunngildum. Eitt af þeim verkefnum sem Rauði krossinn hefur sérhæft sig í um allan heim er neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum. Nú vinnum við að því með samstarfsfélögum okkar víða um heim að tryggja að öll þjónusta hreyfingarinnar fyrir fólk í neyð sé hönnuð til að draga úr hættu á kynbundnu ofbeldi. Ýmsum aðgerðum er auðvelt að hrinda í framkvæmd. Flóttamannabúðir, móttökumiðstöðvar og önnur skýli fyrir fólk á vergangi, er hægt að hanna til að veita aukið öryggi, frekar en hið gangstæða. Til dæmis með því að hafa almenningssvæði og salerni upplýst og hafa lása á salernum og sturtum. Einnig með því að tryggja að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar sem veitaneyðarþjónustu hafi hlotið þjálfun um kynbundið ofbeldi, hvernig megi koma í veg fyrir það og hvernig eigi að bregðast við ef slík tilfelli koma upp. Það mikilvægasta er þó að hlusta á fólkið sem á að aðstoða, veita því tækifæri til að ákvarða hvaða aðstoð það kjósi og hvernig það vilji að sú aðstoð sé veitt. Gefa fólki tækifæri til að veita endurgjöf og bæta síðan aðstoðina samkvæmt því. Skjót viðbrögð, skjót endurreisn – fyrir öll Til þess að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi er nauðsynlegt að aðhafast áður en ofbeldið á sér stað og sníða alla neyðaraðstoð út frá þessum áhættuþætti. Þess vegna biðlum við til stjórnvalda og allra viðbragðsaðila nær og fjær, að tryggja að neyðaraðstoð sé veitt með viðeigandi hætti, og að allt starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun. Endurreisn samfélaga snýst ekki einungis um að endurbyggja heimili, heldur einnig um að tryggja skjólstæðingum okkar örugga framtíð. Þetta á ekki bara við um neyðarviðbrögð, heldur alls kyns aðgerðir og þjónustu hér heima og erlendis. Það er nauðsynlegt að fjárfesta enn frekar í fyrirbyggjandi aðgerðum. Kynbundið ofbeldi er fyrirsjáanlegt - þess vegna getum við stöðvað það. Höfundur er verkefnastjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar