Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar 10. desember 2024 09:00 Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Kynferðisofbeldi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, lýkur árlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Áherslan þetta árið er á kvennamorð (e. femicide) sem er alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis og á sér stað þegar kona er myrt vegna þess að hún er kona. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women eru slík morð í flestum tilvikum framin af maka eða fjölskyldumeðlim og langoftast er það karlmaður sem fremur morðið. Á árinu 2023 var kona myrt af einhverjum sér nákomnum á 10 mínútna fresti. Ofbeldi í jafnréttisparadís Jafnfréttisparadísin Ísland er ekki eyland þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Margt bendir til þess að tíðni kynbundins ofbeldis fari vaxandi hér eins og annars staðar í heiminum. Á þessu ári einu hafa fimm konur og stúlkur verið sviptar lífi sínu. Í að minnsta kosti tveimur málanna má ætla að kringumstæðurnar falli undir skilgreininguna á kvennamorði. Morð á konum eiga sér sjaldnast stað í tómarúmi. Oft er fyrir hendi saga um langvarandi ofbeldi og rannsóknir hafa sýnt að kvennamorð í nánum samböndum fylgja ákveðnu mynstri þar sem sterkustu áhrifaþættirnir eru fyrri ofbeldissaga gerandans og viðleitni hans til að beita nauðungarstjórnun. Rannsókn á kvennamorðum á Íslandi á árunum 1986-2015 leiddi í ljós að 11 morð sem framin voru á tímabilinu uppfylltu skilgreininguna um kvennamorð. Í öllum tilvikum var gerandinn karlmaður og í helmingi tilvika hafði hann áður gerst sekur um ofbeldi í nánu sambandi, oftast gagnvart þeirri konu sem hann svo myrti. Í þremur tilvikum var um fyrsta stefnumót að ræða. Allar konur búa við þá ógn sem felst í kynbundnu ofbeldi en þó sýna ótal rannsóknir að ógnin sem steðjar að sumum konum er enn meiri. Hinsegin konur, fatlaðar konur, heimilislausar konur og konur af erlendum uppruna sæta margþættri mismunun og eru í aukinni hættu á að vera beittar kynbundnu ofbeldi. Réttur til lífs og skyldur stjórnvalda Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja mannréttindasáttmálum, þar á meðal Istanbúl-samningnum, sem leggur áherslu á að vernda konur gegn ofbeldi og tryggja að sú vernd skili árangri. Það er ekki nóg að úrræði á borð við nálgunarbann séu til staðar í lögum ef þeim er ekki beitt með markvissum og skilvirkum hætti, og ef ekki er brugðist hart við brotum gegn þeim. Réttur kvenna til lífs eru sjálfsögð mannréttindi og hver kona á jafnframt rétt á að lifa án ótta og án þess að vera beitt ofbeldi. Við höfum enga afsökun, stjórnvöld og samfélagið allt verður að binda endi á kynbundið ofbeldi. Höfundur er lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun