Fótbolti

Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manuel Neuer gengur svekktur af velli eftir sitt fyrsta rauða spjald á dögunum. Það verður hans síðasti leikur á þessu ári.
Manuel Neuer gengur svekktur af velli eftir sitt fyrsta rauða spjald á dögunum. Það verður hans síðasti leikur á þessu ári. Getty/Alexander Hassenstein

Manuel Neuer, markvörður Bayern München, missir ekki bara af næstu leikjum liðsins vegna meiðsla.

Neuer fékk sitt fyrsta rauða spjald á dögunum og var í framhaldinu dæmdur í tveggja leikja bann heima fyrir.

Hann getur samt ekki spilaði með Bayern í Meistaradeildinni eða öðrum leikjum liðsins fram að vetrarfríi.

Vincent Kompany, þjálfari Bayern, staðfesti í kvöld að markvörðurinn hans spili líklega ekki aftur með liðinu fyrr en á nýju ári.

Neuer er rifbeinsbrotinn. Markvörðurinn brotnaði þegar hann braut á Leverkusen manninum Jeremie Frimpong fyrir utan teig. Hann fékk rauða spjaldið fyrir það brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×