Handbolti

Guð­jón Valur búinn að fá nóg af svika­hröppum

Aron Guðmundsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach
Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach Vísir/Getty

Íslenska handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson, núverandi þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach er allt annað en sáttur með svikahrapp sem siglir undir fölsku flaggi, þykist vera Guðjón Valur á samfélagsmiðlum og hefur verið að svíkja peninga af fólki.

Sagt er frá málinu á vef Bild þar sem að Guðjón Valur tjáir sig um mála­vendingar.

„Við höfum verið að reyna koma í veg fyrir að þessi svika­hrappur nái sínu fram undan­farna daga og vikur,“ segir Guðjón Valur. „Við erum í raun ráðþrota og hjálpar­vana núna. Við þurfum ein­hverja hjálp til að binda enda á þeta. Það er sér­stak­lega vont að vita af því að þessi maður sé að hafa fé af fólki með því að selja hittinga við leik­menn í mínu nafni og er um leið að skaða ímynd félagsins.“

Margir hafi fallið fyrir belli­brögðum svika­hrappsins sem hefur boðið upp á eigin­handará­ritanir og hittinga með leik­mönnum í skiptum fyrir fé. Christop­her Schindler, stjórnandi hjá Gum­mers­bach tekur undir áhyggjur Guðjóns Vals.

„Við höfum þurft að eiga við svona svika­hrappa áður. Nú eru þessi svik hins vegar komin á það stig að þau eru okkur skað­leg. Í þessu til­felli skað­leg fyrir þjálfarann okkar hvað varðar hans orð­spor þar sem að reynt er að hafa fé af fólki í hans nafni. Við sættum okkur ekki við þetta. Þess vegna ætlum við að leita laga­legra leiða til að út­kljá þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×