Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 14:04 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konuna til eins mánaðar skilorðsbundins fangelsis. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn annarri konu. Undir rekstri málsins sömdu konurnar um bætur og konan játaði sök. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 2. desember, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl 2022 veist að konu með ofbeldi og rifið í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið og hlaut eymsli yfir hársverði, eymsli yfir hryggjartindum í hálsi, eymsli yfir hnjám, mar á öxl og upphandlegg og tognun og ofreynslu á lendhrygg. Neitaði upphaflega sök Í málinu hafi brotaþoli krafist þess að konan yrði dæmd til að greiða henni 800 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar. Konan hafi í upphafi neitað sök en undir rekstri málsins hafi hún og brotaþoli náð sátt sín á milli og brotaþoli breytt bótakröfu sinni í það horf sem rakið hefur verið. Konan hafi í kjölfarið komið fyrir dóminn og játað sök. „Fyrir dómi lýsti ákærða einnig yfir að hún bæði brotaþola innilega afsökunar á brotinu,“ segir í dóminum. 2,7 milljónir króna Þá segir að með játningu konunnar, sem fengi næga stoð í gögnum málsins, teldist hún sönn að sök samkvæmt ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi konunni ekki áður verið gerð refsing. Þegar á allt væri horft ákvæðist refsing konunnar fangelsi í einn mánuð en fullnustu hennar skyldi frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Konan hafi verið dæmd til að greiða brotaþola 800 þúsund krónur samkvæmt samkomulagi þeirra á milli. Brotaþoli hafi sömuleiðis farið fram á málskostnað og fyrir lægi tímaskýrsla vegna vinnu lögmanna fyrir brotaþola vegna málsins frá upphafi. Því væri hún dæmd til að greiða brotaþola 1,24 milljónir króna í málskostnað. Loks hafi hún verið dæmd til að greiða skipuðum verjanda sínum 645 þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 2. desember, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl 2022 veist að konu með ofbeldi og rifið í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið og hlaut eymsli yfir hársverði, eymsli yfir hryggjartindum í hálsi, eymsli yfir hnjám, mar á öxl og upphandlegg og tognun og ofreynslu á lendhrygg. Neitaði upphaflega sök Í málinu hafi brotaþoli krafist þess að konan yrði dæmd til að greiða henni 800 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar. Konan hafi í upphafi neitað sök en undir rekstri málsins hafi hún og brotaþoli náð sátt sín á milli og brotaþoli breytt bótakröfu sinni í það horf sem rakið hefur verið. Konan hafi í kjölfarið komið fyrir dóminn og játað sök. „Fyrir dómi lýsti ákærða einnig yfir að hún bæði brotaþola innilega afsökunar á brotinu,“ segir í dóminum. 2,7 milljónir króna Þá segir að með játningu konunnar, sem fengi næga stoð í gögnum málsins, teldist hún sönn að sök samkvæmt ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi konunni ekki áður verið gerð refsing. Þegar á allt væri horft ákvæðist refsing konunnar fangelsi í einn mánuð en fullnustu hennar skyldi frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Konan hafi verið dæmd til að greiða brotaþola 800 þúsund krónur samkvæmt samkomulagi þeirra á milli. Brotaþoli hafi sömuleiðis farið fram á málskostnað og fyrir lægi tímaskýrsla vegna vinnu lögmanna fyrir brotaþola vegna málsins frá upphafi. Því væri hún dæmd til að greiða brotaþola 1,24 milljónir króna í málskostnað. Loks hafi hún verið dæmd til að greiða skipuðum verjanda sínum 645 þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira