Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 14:04 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konuna til eins mánaðar skilorðsbundins fangelsis. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið dæmd til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn annarri konu. Undir rekstri málsins sömdu konurnar um bætur og konan játaði sök. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 2. desember, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl 2022 veist að konu með ofbeldi og rifið í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið og hlaut eymsli yfir hársverði, eymsli yfir hryggjartindum í hálsi, eymsli yfir hnjám, mar á öxl og upphandlegg og tognun og ofreynslu á lendhrygg. Neitaði upphaflega sök Í málinu hafi brotaþoli krafist þess að konan yrði dæmd til að greiða henni 800 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar. Konan hafi í upphafi neitað sök en undir rekstri málsins hafi hún og brotaþoli náð sátt sín á milli og brotaþoli breytt bótakröfu sinni í það horf sem rakið hefur verið. Konan hafi í kjölfarið komið fyrir dóminn og játað sök. „Fyrir dómi lýsti ákærða einnig yfir að hún bæði brotaþola innilega afsökunar á brotinu,“ segir í dóminum. 2,7 milljónir króna Þá segir að með játningu konunnar, sem fengi næga stoð í gögnum málsins, teldist hún sönn að sök samkvæmt ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi konunni ekki áður verið gerð refsing. Þegar á allt væri horft ákvæðist refsing konunnar fangelsi í einn mánuð en fullnustu hennar skyldi frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Konan hafi verið dæmd til að greiða brotaþola 800 þúsund krónur samkvæmt samkomulagi þeirra á milli. Brotaþoli hafi sömuleiðis farið fram á málskostnað og fyrir lægi tímaskýrsla vegna vinnu lögmanna fyrir brotaþola vegna málsins frá upphafi. Því væri hún dæmd til að greiða brotaþola 1,24 milljónir króna í málskostnað. Loks hafi hún verið dæmd til að greiða skipuðum verjanda sínum 645 þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 2. desember, segir að konan hafi verið ákærð fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl 2022 veist að konu með ofbeldi og rifið í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið og hlaut eymsli yfir hársverði, eymsli yfir hryggjartindum í hálsi, eymsli yfir hnjám, mar á öxl og upphandlegg og tognun og ofreynslu á lendhrygg. Neitaði upphaflega sök Í málinu hafi brotaþoli krafist þess að konan yrði dæmd til að greiða henni 800 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar. Konan hafi í upphafi neitað sök en undir rekstri málsins hafi hún og brotaþoli náð sátt sín á milli og brotaþoli breytt bótakröfu sinni í það horf sem rakið hefur verið. Konan hafi í kjölfarið komið fyrir dóminn og játað sök. „Fyrir dómi lýsti ákærða einnig yfir að hún bæði brotaþola innilega afsökunar á brotinu,“ segir í dóminum. 2,7 milljónir króna Þá segir að með játningu konunnar, sem fengi næga stoð í gögnum málsins, teldist hún sönn að sök samkvæmt ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi konunni ekki áður verið gerð refsing. Þegar á allt væri horft ákvæðist refsing konunnar fangelsi í einn mánuð en fullnustu hennar skyldi frestað og hún falli niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Konan hafi verið dæmd til að greiða brotaþola 800 þúsund krónur samkvæmt samkomulagi þeirra á milli. Brotaþoli hafi sömuleiðis farið fram á málskostnað og fyrir lægi tímaskýrsla vegna vinnu lögmanna fyrir brotaþola vegna málsins frá upphafi. Því væri hún dæmd til að greiða brotaþola 1,24 milljónir króna í málskostnað. Loks hafi hún verið dæmd til að greiða skipuðum verjanda sínum 645 þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira