Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar 9. desember 2024 13:02 Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Stafræn þróun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun