Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 13:13 Félagsmenn Eflingar hafa staðið í ströngu undanfarið í baráttu gegn rekstraraðilum í veitingabransanum. vísir/vilhelm Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. Stéttarfélagið sendi tilkynningu frá sér í dag og vísar til þess að sérfræðingar Eflingar í kjarasamningsgerð, samningarétti oglögum hafi komist að þessari niðurstöðu. Þeir hafi rannsakað kjarasamning Virðingar og SVEIT, auk þess sem utanaðkomandi lögfræðilegs álits hafi verið aflað. „Launataxtar samkvæmt kjarasamningnum verða lægri en launataxtar samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA frá og með 1. febrúar 2025. Ofan á það leiða breytingar á vinnutíma og vaktaálagi í samningi Virðingar og SVEIT almennt til kjaraskerðingar, miðað við samning Eflingar og SA,“ segir í tilkynningunni. Í vikunni sakaði formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir stéttarfélagið um að vera „gervistéttarfélag“, „svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks.“ Þessu hafnaði Aðalgeir Ástvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði ásökum alfarið á bug. SVEIT hefur viljað skrifa undir annars konar samning við Eflingu heldur en samið hefur verið um við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði þeim viðræðum og fékk sínu framgengt fyrir félagsdómi. Lægri launataxtar en í samningi SA „SVEIT hélt því fram í tilkynningu til fjölmiðla í gær, 5. desember, að kjarasamningur samtakanna og Virðingar inniberi hærri grunnlaunataxta en stöðugleikasamningur Eflingar og SA frá því í vor. Rétt er að launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT eru nú eilítið hærri. Þeir verða hins vegar orðnir lægri þegar samningsbundin launahækkun tekur gildi í febrúar. Samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA taka launahækkanir gildi í febrúar ár hvert, á meðan að launahækkanir samkvæmt kjarasamningi Virðingar og SVEIT taka gildi í nóvember ár hvert,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild hér að neðan. „Því verða launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT lægri en launataxtar Eflingar og SA frá 1. febrúar til 1. nóvember 2025, í níu mánuði. Hið sama á við um árið 2026, í febrúar það ár verða taxtar Eflingar og SA aftur hærri og haldast hærri út samningstímann.“ Þá sé vinna á laugardögum borguð sem dagvinna, sem standist ekki lög, vaktaálag mun lægra í samningi Virðingar við veitingafólk og veikari ákvæði um hvíldartíma. Minni réttindi í fjölmörgum atriðum „Skilgreiningin í kjarasamningi Virðingar og SVEIT á þjálfunartíma er útvíkkuð og í raun gerð að einfaldri aldursmismunun. Ákvæðið segir að nýir starfsmenn á aldrinum 18-21 árs fái greidd sem nemur 95% af heildarlaunum. Þannig getur „þjálfunartími“ hjá ungum starfsmanni orðið allt að þrjú ár að lengd. Í kjarasamningi Eflingar og SA er hins vegar gert ráð fyrir að þjálfunartími geti verið mest 500 klst. og mest 300 klst. hjá sama atvinnurekanda. Þá má velta því upp hvort að ákvæði þetta í samningi Virðingar og SVEIT samrýmist annars vegar lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.“ Fleira er nefnt í tilkynningunni líkt og réttindi til að hlynna sjúkum börnum, skertan uppsagnarfrest, rétt trúnaðarmanna og brot gegn Evróputilskipun. „Í ákvæði kjarasamnings Virðingar og SVEIT um trúnaðarmenn er vísað til ákvæða laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Í kjarasamningum Eflingar og SA frá því síðastliðið vor er hins vegar að finna mun ríkari rétt fyrir trúnaðarmenn, til að mynda að þeim sé heimilt að verja tíma til trúnaðarmannastarfa, þeim skuli útbúin aðstaða, þeir hafi aðgang að gögnum og þeir hafi heimild til að sækja trúnaðarmannanámskeið á vinnutíma. Ekki fæst þá séð af samþykktum Virðingar að starfrækja eigi sjúkrasjóð eða starfsmenntasjóð, eins og stéttarfélög gera, aðeins orlofssjóð.“ Lesa má tilkynningu Eflingar í heild sinni hér. Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Stéttarfélagið sendi tilkynningu frá sér í dag og vísar til þess að sérfræðingar Eflingar í kjarasamningsgerð, samningarétti oglögum hafi komist að þessari niðurstöðu. Þeir hafi rannsakað kjarasamning Virðingar og SVEIT, auk þess sem utanaðkomandi lögfræðilegs álits hafi verið aflað. „Launataxtar samkvæmt kjarasamningnum verða lægri en launataxtar samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA frá og með 1. febrúar 2025. Ofan á það leiða breytingar á vinnutíma og vaktaálagi í samningi Virðingar og SVEIT almennt til kjaraskerðingar, miðað við samning Eflingar og SA,“ segir í tilkynningunni. Í vikunni sakaði formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir stéttarfélagið um að vera „gervistéttarfélag“, „svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks.“ Þessu hafnaði Aðalgeir Ástvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði ásökum alfarið á bug. SVEIT hefur viljað skrifa undir annars konar samning við Eflingu heldur en samið hefur verið um við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði þeim viðræðum og fékk sínu framgengt fyrir félagsdómi. Lægri launataxtar en í samningi SA „SVEIT hélt því fram í tilkynningu til fjölmiðla í gær, 5. desember, að kjarasamningur samtakanna og Virðingar inniberi hærri grunnlaunataxta en stöðugleikasamningur Eflingar og SA frá því í vor. Rétt er að launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT eru nú eilítið hærri. Þeir verða hins vegar orðnir lægri þegar samningsbundin launahækkun tekur gildi í febrúar. Samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA taka launahækkanir gildi í febrúar ár hvert, á meðan að launahækkanir samkvæmt kjarasamningi Virðingar og SVEIT taka gildi í nóvember ár hvert,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild hér að neðan. „Því verða launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT lægri en launataxtar Eflingar og SA frá 1. febrúar til 1. nóvember 2025, í níu mánuði. Hið sama á við um árið 2026, í febrúar það ár verða taxtar Eflingar og SA aftur hærri og haldast hærri út samningstímann.“ Þá sé vinna á laugardögum borguð sem dagvinna, sem standist ekki lög, vaktaálag mun lægra í samningi Virðingar við veitingafólk og veikari ákvæði um hvíldartíma. Minni réttindi í fjölmörgum atriðum „Skilgreiningin í kjarasamningi Virðingar og SVEIT á þjálfunartíma er útvíkkuð og í raun gerð að einfaldri aldursmismunun. Ákvæðið segir að nýir starfsmenn á aldrinum 18-21 árs fái greidd sem nemur 95% af heildarlaunum. Þannig getur „þjálfunartími“ hjá ungum starfsmanni orðið allt að þrjú ár að lengd. Í kjarasamningi Eflingar og SA er hins vegar gert ráð fyrir að þjálfunartími geti verið mest 500 klst. og mest 300 klst. hjá sama atvinnurekanda. Þá má velta því upp hvort að ákvæði þetta í samningi Virðingar og SVEIT samrýmist annars vegar lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.“ Fleira er nefnt í tilkynningunni líkt og réttindi til að hlynna sjúkum börnum, skertan uppsagnarfrest, rétt trúnaðarmanna og brot gegn Evróputilskipun. „Í ákvæði kjarasamnings Virðingar og SVEIT um trúnaðarmenn er vísað til ákvæða laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Í kjarasamningum Eflingar og SA frá því síðastliðið vor er hins vegar að finna mun ríkari rétt fyrir trúnaðarmenn, til að mynda að þeim sé heimilt að verja tíma til trúnaðarmannastarfa, þeim skuli útbúin aðstaða, þeir hafi aðgang að gögnum og þeir hafi heimild til að sækja trúnaðarmannanámskeið á vinnutíma. Ekki fæst þá séð af samþykktum Virðingar að starfrækja eigi sjúkrasjóð eða starfsmenntasjóð, eins og stéttarfélög gera, aðeins orlofssjóð.“ Lesa má tilkynningu Eflingar í heild sinni hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels