Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 13:13 Félagsmenn Eflingar hafa staðið í ströngu undanfarið í baráttu gegn rekstraraðilum í veitingabransanum. vísir/vilhelm Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. Stéttarfélagið sendi tilkynningu frá sér í dag og vísar til þess að sérfræðingar Eflingar í kjarasamningsgerð, samningarétti oglögum hafi komist að þessari niðurstöðu. Þeir hafi rannsakað kjarasamning Virðingar og SVEIT, auk þess sem utanaðkomandi lögfræðilegs álits hafi verið aflað. „Launataxtar samkvæmt kjarasamningnum verða lægri en launataxtar samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA frá og með 1. febrúar 2025. Ofan á það leiða breytingar á vinnutíma og vaktaálagi í samningi Virðingar og SVEIT almennt til kjaraskerðingar, miðað við samning Eflingar og SA,“ segir í tilkynningunni. Í vikunni sakaði formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir stéttarfélagið um að vera „gervistéttarfélag“, „svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks.“ Þessu hafnaði Aðalgeir Ástvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði ásökum alfarið á bug. SVEIT hefur viljað skrifa undir annars konar samning við Eflingu heldur en samið hefur verið um við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði þeim viðræðum og fékk sínu framgengt fyrir félagsdómi. Lægri launataxtar en í samningi SA „SVEIT hélt því fram í tilkynningu til fjölmiðla í gær, 5. desember, að kjarasamningur samtakanna og Virðingar inniberi hærri grunnlaunataxta en stöðugleikasamningur Eflingar og SA frá því í vor. Rétt er að launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT eru nú eilítið hærri. Þeir verða hins vegar orðnir lægri þegar samningsbundin launahækkun tekur gildi í febrúar. Samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA taka launahækkanir gildi í febrúar ár hvert, á meðan að launahækkanir samkvæmt kjarasamningi Virðingar og SVEIT taka gildi í nóvember ár hvert,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild hér að neðan. „Því verða launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT lægri en launataxtar Eflingar og SA frá 1. febrúar til 1. nóvember 2025, í níu mánuði. Hið sama á við um árið 2026, í febrúar það ár verða taxtar Eflingar og SA aftur hærri og haldast hærri út samningstímann.“ Þá sé vinna á laugardögum borguð sem dagvinna, sem standist ekki lög, vaktaálag mun lægra í samningi Virðingar við veitingafólk og veikari ákvæði um hvíldartíma. Minni réttindi í fjölmörgum atriðum „Skilgreiningin í kjarasamningi Virðingar og SVEIT á þjálfunartíma er útvíkkuð og í raun gerð að einfaldri aldursmismunun. Ákvæðið segir að nýir starfsmenn á aldrinum 18-21 árs fái greidd sem nemur 95% af heildarlaunum. Þannig getur „þjálfunartími“ hjá ungum starfsmanni orðið allt að þrjú ár að lengd. Í kjarasamningi Eflingar og SA er hins vegar gert ráð fyrir að þjálfunartími geti verið mest 500 klst. og mest 300 klst. hjá sama atvinnurekanda. Þá má velta því upp hvort að ákvæði þetta í samningi Virðingar og SVEIT samrýmist annars vegar lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.“ Fleira er nefnt í tilkynningunni líkt og réttindi til að hlynna sjúkum börnum, skertan uppsagnarfrest, rétt trúnaðarmanna og brot gegn Evróputilskipun. „Í ákvæði kjarasamnings Virðingar og SVEIT um trúnaðarmenn er vísað til ákvæða laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Í kjarasamningum Eflingar og SA frá því síðastliðið vor er hins vegar að finna mun ríkari rétt fyrir trúnaðarmenn, til að mynda að þeim sé heimilt að verja tíma til trúnaðarmannastarfa, þeim skuli útbúin aðstaða, þeir hafi aðgang að gögnum og þeir hafi heimild til að sækja trúnaðarmannanámskeið á vinnutíma. Ekki fæst þá séð af samþykktum Virðingar að starfrækja eigi sjúkrasjóð eða starfsmenntasjóð, eins og stéttarfélög gera, aðeins orlofssjóð.“ Lesa má tilkynningu Eflingar í heild sinni hér. Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Stéttarfélagið sendi tilkynningu frá sér í dag og vísar til þess að sérfræðingar Eflingar í kjarasamningsgerð, samningarétti oglögum hafi komist að þessari niðurstöðu. Þeir hafi rannsakað kjarasamning Virðingar og SVEIT, auk þess sem utanaðkomandi lögfræðilegs álits hafi verið aflað. „Launataxtar samkvæmt kjarasamningnum verða lægri en launataxtar samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA frá og með 1. febrúar 2025. Ofan á það leiða breytingar á vinnutíma og vaktaálagi í samningi Virðingar og SVEIT almennt til kjaraskerðingar, miðað við samning Eflingar og SA,“ segir í tilkynningunni. Í vikunni sakaði formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir stéttarfélagið um að vera „gervistéttarfélag“, „svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks.“ Þessu hafnaði Aðalgeir Ástvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT, vísaði ásökum alfarið á bug. SVEIT hefur viljað skrifa undir annars konar samning við Eflingu heldur en samið hefur verið um við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði þeim viðræðum og fékk sínu framgengt fyrir félagsdómi. Lægri launataxtar en í samningi SA „SVEIT hélt því fram í tilkynningu til fjölmiðla í gær, 5. desember, að kjarasamningur samtakanna og Virðingar inniberi hærri grunnlaunataxta en stöðugleikasamningur Eflingar og SA frá því í vor. Rétt er að launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT eru nú eilítið hærri. Þeir verða hins vegar orðnir lægri þegar samningsbundin launahækkun tekur gildi í febrúar. Samkvæmt kjarasamningi Eflingar og SA taka launahækkanir gildi í febrúar ár hvert, á meðan að launahækkanir samkvæmt kjarasamningi Virðingar og SVEIT taka gildi í nóvember ár hvert,“ segir í tilkynningu Eflingar sem lesa má í heild hér að neðan. „Því verða launataxtar samkvæmt samningi Virðingar og SVEIT lægri en launataxtar Eflingar og SA frá 1. febrúar til 1. nóvember 2025, í níu mánuði. Hið sama á við um árið 2026, í febrúar það ár verða taxtar Eflingar og SA aftur hærri og haldast hærri út samningstímann.“ Þá sé vinna á laugardögum borguð sem dagvinna, sem standist ekki lög, vaktaálag mun lægra í samningi Virðingar við veitingafólk og veikari ákvæði um hvíldartíma. Minni réttindi í fjölmörgum atriðum „Skilgreiningin í kjarasamningi Virðingar og SVEIT á þjálfunartíma er útvíkkuð og í raun gerð að einfaldri aldursmismunun. Ákvæðið segir að nýir starfsmenn á aldrinum 18-21 árs fái greidd sem nemur 95% af heildarlaunum. Þannig getur „þjálfunartími“ hjá ungum starfsmanni orðið allt að þrjú ár að lengd. Í kjarasamningi Eflingar og SA er hins vegar gert ráð fyrir að þjálfunartími geti verið mest 500 klst. og mest 300 klst. hjá sama atvinnurekanda. Þá má velta því upp hvort að ákvæði þetta í samningi Virðingar og SVEIT samrýmist annars vegar lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og hins vegar jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.“ Fleira er nefnt í tilkynningunni líkt og réttindi til að hlynna sjúkum börnum, skertan uppsagnarfrest, rétt trúnaðarmanna og brot gegn Evróputilskipun. „Í ákvæði kjarasamnings Virðingar og SVEIT um trúnaðarmenn er vísað til ákvæða laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Í kjarasamningum Eflingar og SA frá því síðastliðið vor er hins vegar að finna mun ríkari rétt fyrir trúnaðarmenn, til að mynda að þeim sé heimilt að verja tíma til trúnaðarmannastarfa, þeim skuli útbúin aðstaða, þeir hafi aðgang að gögnum og þeir hafi heimild til að sækja trúnaðarmannanámskeið á vinnutíma. Ekki fæst þá séð af samþykktum Virðingar að starfrækja eigi sjúkrasjóð eða starfsmenntasjóð, eins og stéttarfélög gera, aðeins orlofssjóð.“ Lesa má tilkynningu Eflingar í heild sinni hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent