Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar 7. desember 2024 12:31 Við erum fremst í heiminum í því að veita Nonna og Gunnu norm forvarnir en ekki Lúlla og Lúllu lúser! Það fer fátt meira í taugarnar á mér eins og þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir og sér í lagi þegar við erum að tala um forvarnir fyrir ungmenni í afbrotum. Afbrot ungmenna hafa verið töluvert í umræðunni á þessu ári og afbrot almennt í samfélaginu eins og það hvort skipulögðum glæpasamtökum hafi tekist að skjóta niður rótum hér á landi. Hvort það eigi að fullnýta refsirammann eða ekki og sér í lagi þegar það er verið að tala um alvarleg brot eins og ofbeldi. Svo þegar sérfræðingar eru kallaðir til þá eru þeir almennt allir sammála því að það eigi ekki að herða á refsingum og þar er ég hjartanlega sammála en þegar ég heyri að það verði að bæta úr hefðbundnum forvörnum þá fæ ég grænar bólur um allan skrokk og sér í lagi þegar talað er um ofbeldi og ég tala nú ekki um hnífaburð ungmenna. Samfélagsleg lögregla Tískuorðið þessa dagana er samfélagslöggæsla, jú hún er frábær upp að vissu marki en hún er ekki eina svarið og langt frá því. Ég hugsa að það að kenna drengjum sem geta ekki lesið sér til gagns eða styrkja sterkt atvinnuúrræði eins og Fjölsmiðjuna sé miklu vænlegra til árangurs en að henda fram þeirri skyndilausn að samfélagsleg lögregla sé svarið eða stofna ráð eða nefndir til að finna eina sanna svarið við vandanum. Því hefðbundnar forvarnir duga ekki á „Lúllu og Lúlla lúser“, því get ég lofað ykkur. Ef þær gerðu það værum við búin að uppræta afbrot í samfélaginu nema það sem innflutt er. Hvernig stendur þá á því að við förum þá alltaf fyrst í það að fara í forvarnir fyrir Nonna og Gunnu norm? Ætti púðrið ekki að fara fyrst og fremst í Lúlla og Lúllu lúser sem munu eiga í miklu meiri erfiðleikum með að vera samferða í fjórðu iðnbyltingunni en Nonni og Gunna norm? Samhliða því að vera með forvarnir fyrir Gunnu og Nonna norm, sem ég held að beri ekki á sér hnífa eða beiti ofbeldi, á að höfða til ábyrgðartilfinninga afbrotamanna með fræðslu og hún á að vega þungt þegar verið er að kveða upp dóma yfir þeim, og sér í lagi hjá ungmennum. Ábyrgðin á að vera hjá gerandanum Með öðrum orðum að nota uppbyggilega réttvísi. Tökum sem dæmi stórfellda líkamsárás, jafnvel hnífaárás, og ef það kemur dómur, hvort heldur sem hann er skilorðsbundinn eða óskilorðsbundinn, á alltaf að vera ákvæði um að viðkomandi sæki fræðslu á afplánunartíma. Ef um skilorðsbundinn dóm er um að ræða á hert skilorðseftirlit að sjá til þess að viðkomandi fái fræðslu við hæfi á meðan skilorðstími stendur yfir og það er bara útfærsluatriði hvernig því væri framfylgt. Það þarf litlu sem engu að breyta því þetta rúmast innan 57. gr. almennra hegn. laga og ef það kemur til fangelsisvistar á alltaf restin af dómnum, segjum ef viðkomandi er á ökklabandi eða á Vernd að sækja fræðslu nema að vitsmunir eða siðblinda standi í veginum fyrir því. Getum ekki týnt lyklinum Þannig erum við búin að koma ábyrgðinni alfarið yfir á gerandann og er það ekki það sem við viljum fyrst og fremst því við getum ekki kastað mönnum inn og týnt lyklinum, þeir koma alltaf út í samfélagið að lokum. Ef við erum að tala um betrun þá er fræðsla stór þáttur í því og eins og sagði hér að framan er það útfærsluatriði hvernig á að hrinda því í framkvæmd og skapa hefð fyrir því að dæma til uppbyggilegrar réttvísi. Í raun skiptir engu máli hver brotaflokkurinn er. Tökum ölvunarakstur, þú færð ekki prófið aftur nema hafa lokið ákveðinni fræðslu. Eins og sagði hér að framan er þetta útfærsluatriði. Við eigum líka að nýta þá stoðþjónustu sem er við höndina svo ég taki bara eitt dæmi, heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Forgangsröðum rétt Ef Bretinn hefur getað notað svona vinnubrögð, af hverju ættum við þá ekki að geta það og það ætti að vera auðvelt með allt þetta frábæra fólk sem starfar í stoðþjónustunni okkar? Hins vegar ef menn eru ekki móttækilegir og sýna ekki samvinnu þá á tvímælalaust að fullnýta refsirammann og það á ekki að vera neinn afsláttur í boði á meðan afplánunartími stendur yfir. Hefðbundnar forvarnir duga fyrir Nonna og Gunnu norm en ekki fyrir Lúlla og Lúllu lúser, gleymum því ekki og förum nú að forgangsraða aurnum rétt. Það að ætla að byggja 17 milljarða fangelsi tel ég vera tímaskekkju, það er hægt að gera þetta miklu ódýrara með því að taka upp virkara skilorðseftirlit og dæma til uppbyggilegrar réttvísi og taka grjóthart á því ef erlendir ríkisborgarar eru að brjóta af sér hér á landi. Undantekningarlaust á að vísa þeim úr landi að loknum afplánunartíma og banna fyrir lífstíð að snúa hingað aftur. Það eru sterk skilaboð til erlendu skipulögðu glæpasamtakanna að hér tökum við á málunum með land og þjóð í huga og síðast en ekki síst til að verja ungmennin okkar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum fremst í heiminum í því að veita Nonna og Gunnu norm forvarnir en ekki Lúlla og Lúllu lúser! Það fer fátt meira í taugarnar á mér eins og þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir og sér í lagi þegar við erum að tala um forvarnir fyrir ungmenni í afbrotum. Afbrot ungmenna hafa verið töluvert í umræðunni á þessu ári og afbrot almennt í samfélaginu eins og það hvort skipulögðum glæpasamtökum hafi tekist að skjóta niður rótum hér á landi. Hvort það eigi að fullnýta refsirammann eða ekki og sér í lagi þegar það er verið að tala um alvarleg brot eins og ofbeldi. Svo þegar sérfræðingar eru kallaðir til þá eru þeir almennt allir sammála því að það eigi ekki að herða á refsingum og þar er ég hjartanlega sammála en þegar ég heyri að það verði að bæta úr hefðbundnum forvörnum þá fæ ég grænar bólur um allan skrokk og sér í lagi þegar talað er um ofbeldi og ég tala nú ekki um hnífaburð ungmenna. Samfélagsleg lögregla Tískuorðið þessa dagana er samfélagslöggæsla, jú hún er frábær upp að vissu marki en hún er ekki eina svarið og langt frá því. Ég hugsa að það að kenna drengjum sem geta ekki lesið sér til gagns eða styrkja sterkt atvinnuúrræði eins og Fjölsmiðjuna sé miklu vænlegra til árangurs en að henda fram þeirri skyndilausn að samfélagsleg lögregla sé svarið eða stofna ráð eða nefndir til að finna eina sanna svarið við vandanum. Því hefðbundnar forvarnir duga ekki á „Lúllu og Lúlla lúser“, því get ég lofað ykkur. Ef þær gerðu það værum við búin að uppræta afbrot í samfélaginu nema það sem innflutt er. Hvernig stendur þá á því að við förum þá alltaf fyrst í það að fara í forvarnir fyrir Nonna og Gunnu norm? Ætti púðrið ekki að fara fyrst og fremst í Lúlla og Lúllu lúser sem munu eiga í miklu meiri erfiðleikum með að vera samferða í fjórðu iðnbyltingunni en Nonni og Gunna norm? Samhliða því að vera með forvarnir fyrir Gunnu og Nonna norm, sem ég held að beri ekki á sér hnífa eða beiti ofbeldi, á að höfða til ábyrgðartilfinninga afbrotamanna með fræðslu og hún á að vega þungt þegar verið er að kveða upp dóma yfir þeim, og sér í lagi hjá ungmennum. Ábyrgðin á að vera hjá gerandanum Með öðrum orðum að nota uppbyggilega réttvísi. Tökum sem dæmi stórfellda líkamsárás, jafnvel hnífaárás, og ef það kemur dómur, hvort heldur sem hann er skilorðsbundinn eða óskilorðsbundinn, á alltaf að vera ákvæði um að viðkomandi sæki fræðslu á afplánunartíma. Ef um skilorðsbundinn dóm er um að ræða á hert skilorðseftirlit að sjá til þess að viðkomandi fái fræðslu við hæfi á meðan skilorðstími stendur yfir og það er bara útfærsluatriði hvernig því væri framfylgt. Það þarf litlu sem engu að breyta því þetta rúmast innan 57. gr. almennra hegn. laga og ef það kemur til fangelsisvistar á alltaf restin af dómnum, segjum ef viðkomandi er á ökklabandi eða á Vernd að sækja fræðslu nema að vitsmunir eða siðblinda standi í veginum fyrir því. Getum ekki týnt lyklinum Þannig erum við búin að koma ábyrgðinni alfarið yfir á gerandann og er það ekki það sem við viljum fyrst og fremst því við getum ekki kastað mönnum inn og týnt lyklinum, þeir koma alltaf út í samfélagið að lokum. Ef við erum að tala um betrun þá er fræðsla stór þáttur í því og eins og sagði hér að framan er það útfærsluatriði hvernig á að hrinda því í framkvæmd og skapa hefð fyrir því að dæma til uppbyggilegrar réttvísi. Í raun skiptir engu máli hver brotaflokkurinn er. Tökum ölvunarakstur, þú færð ekki prófið aftur nema hafa lokið ákveðinni fræðslu. Eins og sagði hér að framan er þetta útfærsluatriði. Við eigum líka að nýta þá stoðþjónustu sem er við höndina svo ég taki bara eitt dæmi, heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Forgangsröðum rétt Ef Bretinn hefur getað notað svona vinnubrögð, af hverju ættum við þá ekki að geta það og það ætti að vera auðvelt með allt þetta frábæra fólk sem starfar í stoðþjónustunni okkar? Hins vegar ef menn eru ekki móttækilegir og sýna ekki samvinnu þá á tvímælalaust að fullnýta refsirammann og það á ekki að vera neinn afsláttur í boði á meðan afplánunartími stendur yfir. Hefðbundnar forvarnir duga fyrir Nonna og Gunnu norm en ekki fyrir Lúlla og Lúllu lúser, gleymum því ekki og förum nú að forgangsraða aurnum rétt. Það að ætla að byggja 17 milljarða fangelsi tel ég vera tímaskekkju, það er hægt að gera þetta miklu ódýrara með því að taka upp virkara skilorðseftirlit og dæma til uppbyggilegrar réttvísi og taka grjóthart á því ef erlendir ríkisborgarar eru að brjóta af sér hér á landi. Undantekningarlaust á að vísa þeim úr landi að loknum afplánunartíma og banna fyrir lífstíð að snúa hingað aftur. Það eru sterk skilaboð til erlendu skipulögðu glæpasamtakanna að hér tökum við á málunum með land og þjóð í huga og síðast en ekki síst til að verja ungmennin okkar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar