ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 7. desember 2024 12:01 Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Evrópusambandið Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun