ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 7. desember 2024 12:01 Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Evrópusambandið Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Sjá meira
Mikill óróleiki og ótti hefur skapast í herbúðum þeirra sem eru á móti ESB eftir nýliðnar kosningar. Já, þeir eru margir bara á nálum. Varðliðar sérhagsmunanna, einangrunarsinnar og aðrir slíkir eru lafhræddir við að almenningi á Íslandi verði gefinn kostur á því að ákveða hvort landið hefji aftur aðildarviðræður við ESB. Þeir virðast óttast þjóðarviljann og reyna því að slá ryki í augu fólks með ýmsum hætti, rangfærslum og hálf-sannleika. Umsóknin frá Íslandi er enn á góðum stað í Brussel, þó hún sé í skúffu þar, og það er rangt sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í kosningabaráttunni að það væri endanlega búið að ganga frá henni. Framsóknarmenn (þegar SDG var formaður þar) reyndu hins vegar sitt besta til að rústa málinu fyrir rúmum áratug síðan, enda með helstu varðliðum sérhagsmuna hér á landi, t.d. úrelts landbúnaðarkerfis. Það kostaði skattgreiðendur um sautján milljarða á síðasta ári og þótti ekki nóg. Sagt var að ESB-aðild myndi ganga frá landbúnaði á Íslandi dauðum, en staðan í dag er hörmuleg, m.a. vegna himinhárra vaxta og verðbólgu – og hverjum er það að kenna? Andstæðingar ESB eru s.s. lafhræddir við að: -Ísland fái stöðugan gjaldmiðil, sem myndi skapa hér alvöru stöðugleika og möguleika á fyrirjáanleika fyrir almenning og fyrirtæki. -Að það sé hægt að afnema verðtryggingu sem enginn útlendingur skilur og gerir ekkert annað en að hlaða skuldum á lántakendur, hamlar erlendri fjárfestingu, sem og möguleikum almennings innanlands. -Að það sé mögulegt fyrir fyrirtæki að losna hér við mikinn viðskiptakostnað, en þess ber að geta að flest stærstu fyrirtækin hafa flúið krónuna og gera upp í evrum eða dollar. Það er almenningi hins vegar ekki boðið upp á og er auðvitðað óréttlátt. Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir. -Að landið verði ,,þjóð meðal þjóða“ og að erlendir fjárfestar geti hugsað um það sem eðlilegan aðila að fjármálakerfi heimsins og þetta geti því mögulega aukið erlenda fjárfestingu (erlend fjárfesting mun líklega aukast við aðild að ESB, reynsla annarra ríkja sýnir það). -Og síðast en ekki síst, að Ísland losni úr því vaxta og verbólguvíti, sem reynt að innræta okkur að ,,eigi bara að vera svona“. Það er eitt mesta bull sem til er og er auðvitað bara réttlæting á slælegum vinnubrögðum. Verðbólga er eins og eldvarpa sem hvar sem er skilur eftir sig sviðna jörð. Akkilesarhæll íslenskra stjórnmála hefur frá stofnun lýðveldis verið hagstjórn og glíman við verðbólgu. Þeir himinháu vextir sem hér hafa verið eru meðal annars vegna gjaldmiðilsins (sem ýkir allar hagsveiflur, allir eru sammála um það) og því sóar hann einn og sér gríðarlegum fjármunum frá íslenskum almenningi og fyrirtækjum og hefur gert í gegnum tíðina. Þessa ,,blæðingu“ í formi vaxta og fjármagnskostnaðar verður einfaldlega að stöðva! Það er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum lengur upp hin skelfilegu ,,vöff“; (há) vexti, (óða)verðbólgu og verðtryggingu. Að t.d. húskaupendur hérlendis borgi þegar upp verður staðið tvær fasteignir á meðan nágrannar okkar á Norðurlöndum borga bara eina fasteign er á mannamáli rugl og ekkert annað. En allra mest óttast andstæðingar ESB auðvitað að missa spón úr aski sínum í skjóli sérhagsmunanna, því sérhagsmunir eru einmitt það sem orðið segir, þeir eru ,,sér“ en ekki almennir. ESB-aðild væri því nefnilega líka spurning um aukið réttlæti og jöfnuð í íslensku samfélagi. Það er of lítið rætt í þessu samhengi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Evrópuhreyfinguna í nóvember síðastliðinn er meirihluti fyrir því meðal landsmanna að hafa þjóðaratkvæði um að taka upp að nýju aðildarviðræðir (samtals 55% mjög eða fremur mikilvægt, um 21% í meðallagi mikilvægt). Auðvitað á almenningur rétt á því að kjósa um þetta mál og kominn tími til að draga úr ítökum sérhagsmuna hér á landi. Undanfarið höfum við því miður þó séð afar slæm dæmi um að sérhagsmunir virðast tröllríða íslensku samfélagi og sumir aðilar hér á landi hafa ákveðin stjórnmálaöfl að því er virðist algerlega í vasanum. Meira að segja lögbrot eru sett í lög (ný búvörulög)! Sérhagsmunagæsla á Íslandi er grímulaus og það er kominn tími á almannahagsmuni. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun