Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2024 20:03 Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur segir best ef fulltrúi frá borginni gæti skoðað aðstæður í götunni enda trúi hann því ekki að málið snúi um viljaleysi. vísir Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei séð annan eins fjölda hálkuslysa á skömmum tíma, en flughált er víða. Íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur segir farir sínar ekki sléttar af hálkuvörnum borgarinnar. Ef það er eitthvað fast í hendi í þessu lífi þá er það að ár hvert um vetur virðist spretta upp umræða um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Sá tími er runninn upp en í gær baðst borgin velvirðingar á hálkuaðstæðum sem stafa af því að „röð veðurfræðilegra atvika orsakaði það að erfiður klaki myndaðist á stígakerfinu“ líkt og segir í tilkynningu. „Eins og sést núna þá hefur verið hálka undanfarna daga og hérna megin þar sem ég bý þar er staðan svona eins og sést en hinu megin við götuna þar er allt hreint,“ segir Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er vegna þess að undir gangstétt hinu megin við götuna er snjóbræðslukerfi og því engin hálka á stéttinni, líkt og sést í sjónvarpsfréttinni. Engu að síður kom bíll frá borginni og saltaði auða stéttina í morgun. Gylfi segir aðra sögu að segja af gangstéttinni hinu megin við götuna. Þar er snjór og mikil hálka en bíll borgarinnar hvorki saltaði stéttina né ruddi snjóinn þar í morgun. „En svo sjáum við hann hins vegar bruna á góðri ferð hér hinu megin því það er svo auðvelt. Þar er enginn snjór eða klaki.“ Um viðvarandi vanda sé að ræða sem íbúar hafi kvartað undan í mörg ár. „Já, það er búið að reyna ýmislegt... bæði á samfélagsmiðlum og hafa samband beint við viðeigandi stofnanir en það virðist ekki ná í gegn.“ Ástandið á Grenimel virðist ekki einsdæmi. Sama sjón er í næstu götum auk þess sem íbúi í miðborginni kvartaði undan sambærilegu í íbúahópi í morgun og annar við Ásvallagötu. Eins og sést er mikið salt á auða stígnum.facebook Yfirlæknir á bráðamóttökunni segist aldrei hafa séð annan eins fjölda hálkuslysa og nú. „Staðan er þung á bráðamóttökunni. Hér komu síðasta sólarhringinn um sextíu einstaklingar út af hálkuslysum sem er það mesta sem við höfum séð hér á þessari deild,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni.vísir/baldur Talsvert sé um beinbrot en nokkuð um að fólk hljóti höfuðhögg. Ýmislegt sé hægt að gera til fyrirbyggja slys. „Já við erum Íslendingar og ættum að vera búin að læra á hálkuna. Fólk þarf að fara varlega, nota mannbrota en ég held að heimili, einstaklingar og fyrirtæki ættu að huga að hálkuvörnum hver í sínu umhverfi.“ Veður Reykjavík Færð á vegum Landspítalinn Snjómokstur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ef það er eitthvað fast í hendi í þessu lífi þá er það að ár hvert um vetur virðist spretta upp umræða um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Sá tími er runninn upp en í gær baðst borgin velvirðingar á hálkuaðstæðum sem stafa af því að „röð veðurfræðilegra atvika orsakaði það að erfiður klaki myndaðist á stígakerfinu“ líkt og segir í tilkynningu. „Eins og sést núna þá hefur verið hálka undanfarna daga og hérna megin þar sem ég bý þar er staðan svona eins og sést en hinu megin við götuna þar er allt hreint,“ segir Gylfi Garðarson, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Það er vegna þess að undir gangstétt hinu megin við götuna er snjóbræðslukerfi og því engin hálka á stéttinni, líkt og sést í sjónvarpsfréttinni. Engu að síður kom bíll frá borginni og saltaði auða stéttina í morgun. Gylfi segir aðra sögu að segja af gangstéttinni hinu megin við götuna. Þar er snjór og mikil hálka en bíll borgarinnar hvorki saltaði stéttina né ruddi snjóinn þar í morgun. „En svo sjáum við hann hins vegar bruna á góðri ferð hér hinu megin því það er svo auðvelt. Þar er enginn snjór eða klaki.“ Um viðvarandi vanda sé að ræða sem íbúar hafi kvartað undan í mörg ár. „Já, það er búið að reyna ýmislegt... bæði á samfélagsmiðlum og hafa samband beint við viðeigandi stofnanir en það virðist ekki ná í gegn.“ Ástandið á Grenimel virðist ekki einsdæmi. Sama sjón er í næstu götum auk þess sem íbúi í miðborginni kvartaði undan sambærilegu í íbúahópi í morgun og annar við Ásvallagötu. Eins og sést er mikið salt á auða stígnum.facebook Yfirlæknir á bráðamóttökunni segist aldrei hafa séð annan eins fjölda hálkuslysa og nú. „Staðan er þung á bráðamóttökunni. Hér komu síðasta sólarhringinn um sextíu einstaklingar út af hálkuslysum sem er það mesta sem við höfum séð hér á þessari deild,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segist aldrei hafa séð annað eins á deildinni.vísir/baldur Talsvert sé um beinbrot en nokkuð um að fólk hljóti höfuðhögg. Ýmislegt sé hægt að gera til fyrirbyggja slys. „Já við erum Íslendingar og ættum að vera búin að læra á hálkuna. Fólk þarf að fara varlega, nota mannbrota en ég held að heimili, einstaklingar og fyrirtæki ættu að huga að hálkuvörnum hver í sínu umhverfi.“
Veður Reykjavík Færð á vegum Landspítalinn Snjómokstur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira