Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 17:52 Nýjar myndir af manni sem talinn er vera morðinginn voru birtar í dag. Lögreglan í New York Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. Thompson var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær, þar sem hann var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson og skaut hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðið náðist á mynd úr öryggismyndavél og sést þar hvernig byssan stóð á sér milli skota og að launmorðinginn brást mjög hratt við því. Sagt var frá því í dag að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. Í grein New York Times segir mögulegt að með því sé morðinginn að vísa til þess hvernig tryggingafélög eiga það til að reyna að komast hjá því að greiða veiku fólki út sjúkratryggingar. Fyrirtækið UnitedHealthcare, sem Thompson stýrði, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slíka háttsemi á undanförnum árum. Sagt var frá því í gær að Thompson hefði borist nokkrar hótanir að undanförnu en hversu alvarlegar þær voru liggur ekki fyrir. Thompson sjálfur var ekki með nokkurs konar öryggisgæslu. Var á gistiheimili Nýju myndirnar af manninum sem birtar voru í dag voru teknar á gistiheimili þar sem maðurinn er talinn hafa gist í aðdraganda morðsins. Ekki er vitað hvað hann heitir en NYT segir rannsakendur hafa nokkrar vísbendingar til að rannsaka. Eric Adams, umdeildur borgarstjóri New York, sagði í dag að lögreglan væri á réttri slóð og að morðinginn yrði handsamaður. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33 Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Thompson var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær, þar sem hann var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem morðinginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson og skaut hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðið náðist á mynd úr öryggismyndavél og sést þar hvernig byssan stóð á sér milli skota og að launmorðinginn brást mjög hratt við því. Sagt var frá því í dag að morðinginn hefði skrifað á patrónur sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Á meðal þess sem hann hafði skrifað voru orðin „Defend“, „delay“ og „deny“ eða „Verja“, „tefja“ og „neita“. Í grein New York Times segir mögulegt að með því sé morðinginn að vísa til þess hvernig tryggingafélög eiga það til að reyna að komast hjá því að greiða veiku fólki út sjúkratryggingar. Fyrirtækið UnitedHealthcare, sem Thompson stýrði, hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slíka háttsemi á undanförnum árum. Sagt var frá því í gær að Thompson hefði borist nokkrar hótanir að undanförnu en hversu alvarlegar þær voru liggur ekki fyrir. Thompson sjálfur var ekki með nokkurs konar öryggisgæslu. Var á gistiheimili Nýju myndirnar af manninum sem birtar voru í dag voru teknar á gistiheimili þar sem maðurinn er talinn hafa gist í aðdraganda morðsins. Ekki er vitað hvað hann heitir en NYT segir rannsakendur hafa nokkrar vísbendingar til að rannsaka. Eric Adams, umdeildur borgarstjóri New York, sagði í dag að lögreglan væri á réttri slóð og að morðinginn yrði handsamaður.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33 Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5. desember 2024 06:33
Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. 4. desember 2024 17:50