Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton, Hulda Jónsdóttir Tölgyes, Klara Ósk Elíasdóttir, Ragnheiður Gröndal, Rósa Líf Darradóttir og Valgerður Árnadóttir skrifa 5. desember 2024 19:02 „Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Vegan Jól Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
„Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar