Innlent

Traustar við­ræður, verð­hækkanir og jólastuð

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir fullt traust ríkja á milli flokkanna þriggja sem nú reyna að mynda ríkisstjórn. Allir séu meðvitaðir um að viðræðurnar megi ekki dragast á langinn en þær hófust formlega í dag. Við ræðum við Kristrúnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fylgjumst með gangi viðræðna.

Seðlabankastjóri segir bankarnir hafa verið of bráðir á sér þegar þeir hækkuðu vexti á verðtryggðum lánum í kjölfar síðustu stýrivaxtalækkunnar. Við hittum Ásgeir Jónsson sem segir að verið sé að kanna hvort draga megi úr kröfum til fyrstu kaupenda.

Verð á matvörum hækkar mest í Iceland á milli ára en hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Við förum yfir verðlagsþróun í kvöldfréttum og heyrum í verkefnastjóra hjá ASÍ. Þá hittum við Ástu Fanney sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum og verðum í miklu jólastuði þar sem við kíkjum bæði á jólaball fatlaðra og á kóratónleika.

Í Sportpakkanum heyrum við í þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem vill sjá róttækar breytingar í kringum íþróttina og í Íslandi í dag hittum við Steina og Sögu sem eru að fara í loftið með Draumahöllina.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×