Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2024 17:00 Kristrún segir viðræður byrja vel. Markmið þeirra sé að viðræðurnar séu ekki langdregnar. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins byrjuðu að funda klukkan 9.30 í morgun og funduðu til um 16 með fáum hléum. Kristrún segir markmið formannanna að ljúka viðræðum eins fljótt og þær geta. Þær hafi byrjað á því að ræða stóru málin og haldi áfram á morgun. „Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
„Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira