Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2024 12:10 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru ánægðar með klukkustundarlangan fyrsta fund í gær þar sem þær ákváðu að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag. Eitt af því sem rætt hefur verið um er fækkun ráðuneyta. Stjórnsýslufræðingur segir slíkt óheppilegt. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28