Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2024 12:10 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru ánægðar með klukkustundarlangan fyrsta fund í gær þar sem þær ákváðu að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag. Eitt af því sem rætt hefur verið um er fækkun ráðuneyta. Stjórnsýslufræðingur segir slíkt óheppilegt. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28