Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 18:31 Uppreisnarmenn upp á yfirgefnum skriðdreka nærri Hama. AP/Ghaith Alsayed Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað milli uppreisnar- og vígamanna annars vegar og stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og annarra sveita honum hliðhollar hinsvegar norður af borginni Hama. Það er ein af stærstu borgum Sýrlands og höfuðborg Hama-héraðs og hafa uppreisnarmennirnir tekið nokkra bæi norður af borginni í dag. Þá hafa fregnir borist af straumi uppreisnarmanna til Hama en Assad-liðar flúðu margir þangað þegar Aleppo féll óvænt í hendur uppreisnarmanna um helgina, eftir einungis nokkurra daga átök. Undanfarin ár hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni HTS að þegar Hama falli, sé Homs næst. Það er önnur borg sem liggur á milli Hama og Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Talsmaðurinn sagði höfuðborgina eiga að falla á eftir Homs. Sjá má grófa mynd af stöðunni í Sýrlandi á korti Liveuamap. Margir skrið- og bryndrekar voru yfirgefnir á veginum milli Aleppo og Hama.AP/Ghaith Alsayed Eftir að Assad-liðar hörfuðu frá Aleppo fóru margir þeirra til Hama, þar sem ný víglína var mynduð og varnir tryggðar á meðan uppreisnarmennirnir kláruðu að tryggja nýtt yfirráðasvæði þeirra og undirbjuggu áframhaldandi sóknaraðgerðir. Nú eru uppreisnarmenn sagðir sækja að borginni úr tveimur áttum. #Syria: rebel forces are now inside the village of Maar Shohur after capturing it from the regime.This means they are advancing on the city of #Hama from the north and the east. pic.twitter.com/gpt1OGASQT— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) December 3, 2024 Heimildarmaður Reuters segir sveitir frá Írak, sem studdar eru af klerkastjórninni í Íran, taka þátt í vörnum Hama. Undanfarin fjórtán ár hafa átök milli stjórnarhers Assads, studdur hefur verið af Rússum, Írönum og Hezbollah, við aragrúa uppreisnarhópa og vígahópa kostað allt að hálfa milljón manna lífið og valdið gífurlegum skemmdum í Sýrlandi. Blaðamenn AP hafa eftir forsvarsmönnum hjálparsamtaka sem starfa á svæðinu að óbreyttir borgara hafi fallið í loftárásum og stórskotaliðsárásum undanfarinna daga. Þá hafi þúsundir fjölskylda þurft að flýja heimili sín. Einnig eru fregnir að berast af matarskorti af svæðinu. Aðrir hafa einnig sótt fram Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, segjast hafa tekið yfir stjórn nokkur þorpa og bæja sem áður voru undir stjórn Assad-liða í Deir Ezzor-héraði í austurhluta Sýrlands. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir í austurhluta Sýrlands og eru þær árásir sagðar beinast af sveitum tengdum Íran og vígamönnum Íslamska ríkisins. Þær árásir eru þó ekki sagðar tengjast átökunum í vesturhluta landsins. Aðrir hópar uppreisnar og vígamanna sem njóta stuðningi frá Tyrklandi hafa einnig sótt fram í norðanverðu landinu. Sýrland Íran Írak Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. 30. nóvember 2024 08:44 Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Þá hafa fregnir borist af straumi uppreisnarmanna til Hama en Assad-liðar flúðu margir þangað þegar Aleppo féll óvænt í hendur uppreisnarmanna um helgina, eftir einungis nokkurra daga átök. Undanfarin ár hafa litlar breytingar átt sér stað á víglínunni í norðvesturhluta Sýrlands en átök af þessari stærðargráðu hafa ekki átt sér stað á svæðinu frá 2020. Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni HTS að þegar Hama falli, sé Homs næst. Það er önnur borg sem liggur á milli Hama og Damaskus, höfuðborgar Sýrlands. Talsmaðurinn sagði höfuðborgina eiga að falla á eftir Homs. Sjá má grófa mynd af stöðunni í Sýrlandi á korti Liveuamap. Margir skrið- og bryndrekar voru yfirgefnir á veginum milli Aleppo og Hama.AP/Ghaith Alsayed Eftir að Assad-liðar hörfuðu frá Aleppo fóru margir þeirra til Hama, þar sem ný víglína var mynduð og varnir tryggðar á meðan uppreisnarmennirnir kláruðu að tryggja nýtt yfirráðasvæði þeirra og undirbjuggu áframhaldandi sóknaraðgerðir. Nú eru uppreisnarmenn sagðir sækja að borginni úr tveimur áttum. #Syria: rebel forces are now inside the village of Maar Shohur after capturing it from the regime.This means they are advancing on the city of #Hama from the north and the east. pic.twitter.com/gpt1OGASQT— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) December 3, 2024 Heimildarmaður Reuters segir sveitir frá Írak, sem studdar eru af klerkastjórninni í Íran, taka þátt í vörnum Hama. Undanfarin fjórtán ár hafa átök milli stjórnarhers Assads, studdur hefur verið af Rússum, Írönum og Hezbollah, við aragrúa uppreisnarhópa og vígahópa kostað allt að hálfa milljón manna lífið og valdið gífurlegum skemmdum í Sýrlandi. Blaðamenn AP hafa eftir forsvarsmönnum hjálparsamtaka sem starfa á svæðinu að óbreyttir borgara hafi fallið í loftárásum og stórskotaliðsárásum undanfarinna daga. Þá hafi þúsundir fjölskylda þurft að flýja heimili sín. Einnig eru fregnir að berast af matarskorti af svæðinu. Aðrir hafa einnig sótt fram Sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, segjast hafa tekið yfir stjórn nokkur þorpa og bæja sem áður voru undir stjórn Assad-liða í Deir Ezzor-héraði í austurhluta Sýrlands. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir í austurhluta Sýrlands og eru þær árásir sagðar beinast af sveitum tengdum Íran og vígamönnum Íslamska ríkisins. Þær árásir eru þó ekki sagðar tengjast átökunum í vesturhluta landsins. Aðrir hópar uppreisnar og vígamanna sem njóta stuðningi frá Tyrklandi hafa einnig sótt fram í norðanverðu landinu.
Sýrland Íran Írak Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. 30. nóvember 2024 08:44 Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Uppreisnar- og vígamenn höfðu í morgun náð tökum á bróðurparti Aleppo-borgar í Idlib héraði í Sýrlandi eftir umfangsmikla skyndisókn og hafa þeir einnig náð tökum á stóru svæði kringum borgina á undanförnum þremur dögum. Í nótt tóku uppreisnarmenn kastala Aleppo, í miðri borginni, og í morgun lýsti ríkisstjórn Sýrlands því yfir að herinn hefði hörfað frá borginni. 30. nóvember 2024 08:44
Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14
Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00