Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar 3. desember 2024 11:01 „Hvað gerum við þegar við getum sagt með vissu að heildar hamingja samfélags muni aukast við að gera 10% af íbúunum að þrælum hinna?“ Þetta er minnisstæðasta setningin sem ég heyrði á minni skólagöngu. Ég man heilt yfir ekki eftir einstökum setningum eða fyrirlestrum úr skóla og ég efast um að ég geti yfir höfuð farið með eitt einasta ljóð úr skólaljóðunum, þótt ég hafi lært þetta allt utanbókar í grunnskóla. En ég man þessa. Þetta er vissulega fáránleg setning sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og engum dettur í hug að gera fólk að þrælum, þótt það þjóni hagsmunum heildarinnar. En þetta er enga síður stærri spurning en svo. Þetta er grundvallarspurning um lýðræðið. Hvað er raunverulegt lýðræði. Er lýðræði þeirra sterku sem vilja að meirihlutinn fái allt og minnihlutinn ekkert, raunverulegt lýðræði? Frá því byrjaði að fylgjast með alþingiskosningum af alvöru hef ég heyrt umræðuna um jöfnun þingsæta. Fjölga ætti þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu og fækka á landsbyggðinni. Það sé lýðræðislegt og helst eigi að gera landið að einu kjördæmi. Ein manneskja, eitt atkvæði. Það væri vond niðurstaða fyrir Ísland. Höfuðborgarsvæðið þarf ekki meiri völd, Það hefur nægileg völd. Á Höfuðborgarsvæðinu er svo gott sem öll stjórnsýsla landsins. Miðstöð fjármála, flutninga, fjölmiðla og dómsvaldsins svo fátt eitt sé nefnt. Það gerist ekkert á Íslandi, án þess að það sé ákveðið á höfuðborgarsvæðinu á einn eða annan hátt. Ekkert land í Evrópu er með sterkara höfuðborgarsvæði en Ísland. Það búa hlutfallslega margfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu hér á landi miðað við önnur lönd, t.d. í Skandinavíu. Það er hinsvegar lífsnauðsynlegt fyrir Ísland og höfuðborgarsvæðið að til staðar sé blómlegt mannlíf á landsbyggðinni. Því án fólksins sem býr á landsbyggðinni, þá koma engir ferðamenn, engin matvæli verða framleidd, sjávarútvegur og fiskeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Það eru hagsmunir Íslands að til séu staðar landsbyggðarþingmenn til að tryggja að til staðar séu nauðsynlegir innviðir á landsbyggðinni, samgöngur, heilbrigðisþjónusta, skólar og nýsköpun. Því þannig byggjum við upp samfélag á landsbyggðinni, með fólki sem býr til verðmæti fyrir Ísland. Árið 2010 var landið eitt kjördæmi í kosningum stjórnlagaþings. Ein manneskja, eitt atkvæði. Af 25 fulltrúm, voru tveir af landsbyggðinni. 92% voru frá höfuðborgarsvæðinu. Umræða um kosningarkerfi er góð. Umræðan um lýðræðið er enn betri. En það er ekki raunveruleg lýðræði að meirihlutinn ráði. Það er lýðræði hinna sterku, sem er eitthvað allt annað. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjördæmaskipan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Hvað gerum við þegar við getum sagt með vissu að heildar hamingja samfélags muni aukast við að gera 10% af íbúunum að þrælum hinna?“ Þetta er minnisstæðasta setningin sem ég heyrði á minni skólagöngu. Ég man heilt yfir ekki eftir einstökum setningum eða fyrirlestrum úr skóla og ég efast um að ég geti yfir höfuð farið með eitt einasta ljóð úr skólaljóðunum, þótt ég hafi lært þetta allt utanbókar í grunnskóla. En ég man þessa. Þetta er vissulega fáránleg setning sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og engum dettur í hug að gera fólk að þrælum, þótt það þjóni hagsmunum heildarinnar. En þetta er enga síður stærri spurning en svo. Þetta er grundvallarspurning um lýðræðið. Hvað er raunverulegt lýðræði. Er lýðræði þeirra sterku sem vilja að meirihlutinn fái allt og minnihlutinn ekkert, raunverulegt lýðræði? Frá því byrjaði að fylgjast með alþingiskosningum af alvöru hef ég heyrt umræðuna um jöfnun þingsæta. Fjölga ætti þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu og fækka á landsbyggðinni. Það sé lýðræðislegt og helst eigi að gera landið að einu kjördæmi. Ein manneskja, eitt atkvæði. Það væri vond niðurstaða fyrir Ísland. Höfuðborgarsvæðið þarf ekki meiri völd, Það hefur nægileg völd. Á Höfuðborgarsvæðinu er svo gott sem öll stjórnsýsla landsins. Miðstöð fjármála, flutninga, fjölmiðla og dómsvaldsins svo fátt eitt sé nefnt. Það gerist ekkert á Íslandi, án þess að það sé ákveðið á höfuðborgarsvæðinu á einn eða annan hátt. Ekkert land í Evrópu er með sterkara höfuðborgarsvæði en Ísland. Það búa hlutfallslega margfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu hér á landi miðað við önnur lönd, t.d. í Skandinavíu. Það er hinsvegar lífsnauðsynlegt fyrir Ísland og höfuðborgarsvæðið að til staðar sé blómlegt mannlíf á landsbyggðinni. Því án fólksins sem býr á landsbyggðinni, þá koma engir ferðamenn, engin matvæli verða framleidd, sjávarútvegur og fiskeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Það eru hagsmunir Íslands að til séu staðar landsbyggðarþingmenn til að tryggja að til staðar séu nauðsynlegir innviðir á landsbyggðinni, samgöngur, heilbrigðisþjónusta, skólar og nýsköpun. Því þannig byggjum við upp samfélag á landsbyggðinni, með fólki sem býr til verðmæti fyrir Ísland. Árið 2010 var landið eitt kjördæmi í kosningum stjórnlagaþings. Ein manneskja, eitt atkvæði. Af 25 fulltrúm, voru tveir af landsbyggðinni. 92% voru frá höfuðborgarsvæðinu. Umræða um kosningarkerfi er góð. Umræðan um lýðræðið er enn betri. En það er ekki raunveruleg lýðræði að meirihlutinn ráði. Það er lýðræði hinna sterku, sem er eitthvað allt annað. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun