Slökkviliðsmenn voru á staðnum í um fjörutíu mínútur, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Þeim tíma vörðu þeir í að dæla vatni en verktakar frá tryggingafélagi Garðheima tóku við.
Umfang lekans liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi fyrr í kvöld áhöfn eins dælubíls til Garðheima í Álfabakka. Þar hafði komið vatnsleki frá þaki hússins.
Slökkviliðsmenn voru á staðnum í um fjörutíu mínútur, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Þeim tíma vörðu þeir í að dæla vatni en verktakar frá tryggingafélagi Garðheima tóku við.
Umfang lekans liggur ekki fyrir að svo stöddu.