Halla forseti hittir alla formennina á morgun Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 14:56 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þegar sá síðarnefndi óskaði eftir þingrofsbeiðni. vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands segist ætla að hitta alla formenn flokkanna á morgun, það er þeirra sem náðu inn á þing, með það fyrir augum að taka afstöðu til stjórnarmyndunarumboðs. Þetta kemur fram í fullveldisdagsávarpi Höllu sem hún birti á Facebook-síðu Forseta Íslands. „Við skulum gefa því ferli þann tíma og svigrúm sem nauðsyn krefur,“ segir Halla. Hún segir auk þess kosningar aðferð frjálsra og fullvalda lýðræðisþjóða til að ráða ráðum sínum. „Kjósendur hafa nú falið kjörnum fulltrúum umboð til að setjast á þing og vinna að hagsmunum þjóðarinnar allrar næstu fjögur árin og til framtíðar. Því fylgir bæði ábyrgð og gleði og óska ég öllum þeim til hamingju sem hlotið hafa kosningu, um leið og ég þakka þeim sem nú hverfa á braut úr þingstörfum.“ Forsetinn boðar formenn flokkanna á sinn fund á morgun.vísir/vilhelm Halla segir að næst sé að komast að samkomulagi um myndun ríkisstjórnarinnar. „Og hyggst ég á morgun funda með formönnum allra flokka sem sæti eiga á þingi með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnarmyndunarumboðs,“ eins og forsetinn orðar það. Halla segir óvenjulegt að fullveldisdagurinn fylgi beint í kjölfar almennra kosninga og er þetta aðeins í annað sinn á lýðveldistímanum sem kosið er um hávetur. „Hefðin hefur verið sú á Íslandi að kjördagur sé að vori og við vorum rækilega minnt á eina af ástæðum þess í landshlutum þar sem vetrarhríð geisaði á kjördag. En íslenska seiglan lætur ekki að sér hæða og kjörsókn var góð, þrátt fyrir allt.“ Forsetinn þakkar öllum þeim sem lögðu mikið á sig til þess að tryggja að kjósendur kæmust á kjörstað og atkvæðin í talningu. Fréttastofa hefur í dag óskað eftir viðbrögðum forseta við kosningum en því hefur ekki verið sinnt. Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Alþingi Halla Tómasdóttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í fullveldisdagsávarpi Höllu sem hún birti á Facebook-síðu Forseta Íslands. „Við skulum gefa því ferli þann tíma og svigrúm sem nauðsyn krefur,“ segir Halla. Hún segir auk þess kosningar aðferð frjálsra og fullvalda lýðræðisþjóða til að ráða ráðum sínum. „Kjósendur hafa nú falið kjörnum fulltrúum umboð til að setjast á þing og vinna að hagsmunum þjóðarinnar allrar næstu fjögur árin og til framtíðar. Því fylgir bæði ábyrgð og gleði og óska ég öllum þeim til hamingju sem hlotið hafa kosningu, um leið og ég þakka þeim sem nú hverfa á braut úr þingstörfum.“ Forsetinn boðar formenn flokkanna á sinn fund á morgun.vísir/vilhelm Halla segir að næst sé að komast að samkomulagi um myndun ríkisstjórnarinnar. „Og hyggst ég á morgun funda með formönnum allra flokka sem sæti eiga á þingi með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnarmyndunarumboðs,“ eins og forsetinn orðar það. Halla segir óvenjulegt að fullveldisdagurinn fylgi beint í kjölfar almennra kosninga og er þetta aðeins í annað sinn á lýðveldistímanum sem kosið er um hávetur. „Hefðin hefur verið sú á Íslandi að kjördagur sé að vori og við vorum rækilega minnt á eina af ástæðum þess í landshlutum þar sem vetrarhríð geisaði á kjördag. En íslenska seiglan lætur ekki að sér hæða og kjörsókn var góð, þrátt fyrir allt.“ Forsetinn þakkar öllum þeim sem lögðu mikið á sig til þess að tryggja að kjósendur kæmust á kjörstað og atkvæðin í talningu. Fréttastofa hefur í dag óskað eftir viðbrögðum forseta við kosningum en því hefur ekki verið sinnt.
Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Alþingi Halla Tómasdóttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Sjá meira