Innlent

Sam­fylkingin lang­stærst í kjör­dæmi Krist­rúnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kristrún fagnar með sínu fólki.
Kristrún fagnar með sínu fólki. vísir/vilhelm

Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður með 28 prósent fylgi. Viðreisn tvöfaldar fylgi sitt. 

Talin hafa verið 20.793 atkvæði af 47.486 sem eru á kjörskrá. 

Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi og mælist með 18,7 prósent, með þrjá menn inni. Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn með 15,8 prósent, samanborið við 7,7 prósent fyrir þremur árum. 

Flokkur fólksins kemur næst með 10,8 prósent. Miðflokkur þá með 7,8 prósent en báðir flokkar bæta við sig. 

Hvorki Framsókn, Sósíalistaflokkur, Píratar né VG ná inn þingmanni í kjördæminu. 

Samkvæmt þessum tölum mælast eftirfarandi þingmenn inni: 

  • Pawel Bartoszek, Viðreisn
  • Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki
  • Diljá Mist Einarsdóttir, Sjálfstæðisflokki
  • Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki
  • Ragnar Þór Ingólfsson, Flokki fólksins
  • Sigríður Á. Andersen, Miðflokki
  • Kristrún Frostadóttir, Samfylkingu
  • Þórður Snær Júlíusson, Samfylkingu
  • Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu
  • Dagbjört Hákonardóttir, Samfylkingu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×