„Við vorum bara klaufar“ Hinrik Wöhler skrifar 29. nóvember 2024 22:00 Einar Jónsson og lærisveinar hans í Fram glutruðu niður fimm marka forystu í síðari hálfleik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur í leikslok en lærisveinar hans töpuðu á dramatískan hátt á móti FH. Fram tapaði með minnsta mun eftir að hafa leitt leikinn þokkalega þægilega framan af og voru lokatölur 30-29, FH í vil, í Úlfarsárdal í kvöld. „Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum. Fram Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira
„Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira