„Við vorum bara klaufar“ Hinrik Wöhler skrifar 29. nóvember 2024 22:00 Einar Jónsson og lærisveinar hans í Fram glutruðu niður fimm marka forystu í síðari hálfleik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur í leikslok en lærisveinar hans töpuðu á dramatískan hátt á móti FH. Fram tapaði með minnsta mun eftir að hafa leitt leikinn þokkalega þægilega framan af og voru lokatölur 30-29, FH í vil, í Úlfarsárdal í kvöld. „Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum. Fram Olís-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
„Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira