Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:20 Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki. Á sama tíma og ég skil hversu langþreytt fólk er orðið eftir breytingum, enda er ég það sjálf, og tek undir að stjórnmálamenn til áratuga hafi farið illa með völd sín sem veldur þessu vonleysi allt of margra, get ég ekki samþykkt þetta viðhorf. Kosningarétturinn er einn mikilvægasti réttur sem við eigum og það var hart barist fyrir honum. Þó okkur þyki hann sjálfsagður í dag, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að svipta okkur honum eins og hefur verið gert í allt of mörgum löndum í heiminum. Þetta er réttur þar sem við höfum öll sama vægi. Atkvæði forseta Íslands hefur nákvæmlega sömu vigt og atkvæði verkakonunnar, kennarans eða forstjóra stórfyrirtækis. Fjórflokkurinn og alls kyns afleggjarar hans hafa ráðið lögum og lofum á Íslandi frá stofnun lýðveldisins. Þeim hafa aldrei fylgt raunverulegar breytingar fyrir fólkið í landinu og oft hafa þeir unnið fólkinu og hagsmunum þess raunverulegan og mælanlegan skaða. Skemmst er að minnast ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir hrun þar sem skjaldborgin var reist um fjármálakerfið sem stóð svo á virkisveggjunum og „skaut“ niður heimilin, eitt af öðru, þangað til a.m.k. 15.000 þeirra lágu í valnum og mörg þúsund önnur voru alvarlega særð. Fleiri dæmi eru til, en núna þurfum við raunverulegar breytingar og Flokk sem þorir að standa með Fólkinu gegn fjármálaöflunum í landinu. Staðreyndin er sú að þau sem ekki mæta á kjörstað eru í raun með afstöðuleysi sínu að styðja við öflin sem þau eru reiðust út í og að mínu mati er uppgjöf það eina sem ekki kemur til greina. Ég vil því hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á kjörstað og láta vilja sinn í ljós. „Við“ erum fleiri en þau sem maka krókinn á „kerfunum okkar“ og á kjörstað er það einmitt fjöldinn sem skiptir máli en ekki fjármagnið. Mætum og sýnum samstöðu í verki. Aðeins þannig getum við breytt þjóðfélaginu. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar