Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 11:31 Heilbrigðisstarfsmenn hafa gagnrýnt þjónustuna en hún er víða í boði erlendis. Getty Mál heilbrigðisfyrirtækisins Intuens er enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu, segir í skriflegum svörum embættisins við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er hægt að veita upplýsingar um vinnslu málsins né næstu skref á meðan. Málið varðar nýja þjónustu Intuens sem felst í heilskimun líkamans með segulómrannsókn. Fyrirtækið hugðist bjóða upp á skimunina á síðasta ári en var gert afturreka með ákvörðunina í kjölfar gagnrýni landslæknisembættisins og ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Læknar sem tjáðu sig um þjónustuna sögðu meðal annars að verið væri að hafa fé af fólki að ástæðulausu og að vænta mætti þess að alls kyns frávik gætu fundist sem kölluðu á frekari rannsóknir í heilbrigðiskerfinu en hefðu aldrei valdið viðkomandi nokkrum skaða. Ástæðulausar heilskimanir myndu óneitanlega valda auknu álagi í heilbrigðiskerfinu. Landlæknisembættið ákvað að banna Intuens að veita þjónustuna og fyrirtækið hætti við en fór að bjóða upp á rannsóknir gegn tilvísun. Heilbrigðisráðuneytið ógilti hins vegar ákvörðun landlæknisembættisins í september síðastliðnum og í kjölfarið hefur verið hægt að bóka svokallaða „heilskoðun“ hjá Intuens. Neytendur geta þá ýmist komið með eigin tilvísun frá lækni eða fengið tilvísun frá lækni á vegum Intuens eftir að sjúkrasaga hefur verið tekin í gegnum síma. Fréttastofa spurði landlæknisembættið hvar málið væri statt, nú þegar ráðuneytið hefði skikkað það til að taka það upp að nýju; hvort embættið hygðist hafa frekari afskipti af þjónustunni eða heimila hana. „Málinu var vísað til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis og þar er málið statt. Þar sem málið er enn til meðferðar þá er getur embættið ekki veitt upplýsingar um vinnslu þess eða næstu vendingar,“ sagði í svari landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Málið varðar nýja þjónustu Intuens sem felst í heilskimun líkamans með segulómrannsókn. Fyrirtækið hugðist bjóða upp á skimunina á síðasta ári en var gert afturreka með ákvörðunina í kjölfar gagnrýni landslæknisembættisins og ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Læknar sem tjáðu sig um þjónustuna sögðu meðal annars að verið væri að hafa fé af fólki að ástæðulausu og að vænta mætti þess að alls kyns frávik gætu fundist sem kölluðu á frekari rannsóknir í heilbrigðiskerfinu en hefðu aldrei valdið viðkomandi nokkrum skaða. Ástæðulausar heilskimanir myndu óneitanlega valda auknu álagi í heilbrigðiskerfinu. Landlæknisembættið ákvað að banna Intuens að veita þjónustuna og fyrirtækið hætti við en fór að bjóða upp á rannsóknir gegn tilvísun. Heilbrigðisráðuneytið ógilti hins vegar ákvörðun landlæknisembættisins í september síðastliðnum og í kjölfarið hefur verið hægt að bóka svokallaða „heilskoðun“ hjá Intuens. Neytendur geta þá ýmist komið með eigin tilvísun frá lækni eða fengið tilvísun frá lækni á vegum Intuens eftir að sjúkrasaga hefur verið tekin í gegnum síma. Fréttastofa spurði landlæknisembættið hvar málið væri statt, nú þegar ráðuneytið hefði skikkað það til að taka það upp að nýju; hvort embættið hygðist hafa frekari afskipti af þjónustunni eða heimila hana. „Málinu var vísað til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis og þar er málið statt. Þar sem málið er enn til meðferðar þá er getur embættið ekki veitt upplýsingar um vinnslu þess eða næstu vendingar,“ sagði í svari landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira