Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 11:31 Heilbrigðisstarfsmenn hafa gagnrýnt þjónustuna en hún er víða í boði erlendis. Getty Mál heilbrigðisfyrirtækisins Intuens er enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu, segir í skriflegum svörum embættisins við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er hægt að veita upplýsingar um vinnslu málsins né næstu skref á meðan. Málið varðar nýja þjónustu Intuens sem felst í heilskimun líkamans með segulómrannsókn. Fyrirtækið hugðist bjóða upp á skimunina á síðasta ári en var gert afturreka með ákvörðunina í kjölfar gagnrýni landslæknisembættisins og ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Læknar sem tjáðu sig um þjónustuna sögðu meðal annars að verið væri að hafa fé af fólki að ástæðulausu og að vænta mætti þess að alls kyns frávik gætu fundist sem kölluðu á frekari rannsóknir í heilbrigðiskerfinu en hefðu aldrei valdið viðkomandi nokkrum skaða. Ástæðulausar heilskimanir myndu óneitanlega valda auknu álagi í heilbrigðiskerfinu. Landlæknisembættið ákvað að banna Intuens að veita þjónustuna og fyrirtækið hætti við en fór að bjóða upp á rannsóknir gegn tilvísun. Heilbrigðisráðuneytið ógilti hins vegar ákvörðun landlæknisembættisins í september síðastliðnum og í kjölfarið hefur verið hægt að bóka svokallaða „heilskoðun“ hjá Intuens. Neytendur geta þá ýmist komið með eigin tilvísun frá lækni eða fengið tilvísun frá lækni á vegum Intuens eftir að sjúkrasaga hefur verið tekin í gegnum síma. Fréttastofa spurði landlæknisembættið hvar málið væri statt, nú þegar ráðuneytið hefði skikkað það til að taka það upp að nýju; hvort embættið hygðist hafa frekari afskipti af þjónustunni eða heimila hana. „Málinu var vísað til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis og þar er málið statt. Þar sem málið er enn til meðferðar þá er getur embættið ekki veitt upplýsingar um vinnslu þess eða næstu vendingar,“ sagði í svari landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Málið varðar nýja þjónustu Intuens sem felst í heilskimun líkamans með segulómrannsókn. Fyrirtækið hugðist bjóða upp á skimunina á síðasta ári en var gert afturreka með ákvörðunina í kjölfar gagnrýni landslæknisembættisins og ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Læknar sem tjáðu sig um þjónustuna sögðu meðal annars að verið væri að hafa fé af fólki að ástæðulausu og að vænta mætti þess að alls kyns frávik gætu fundist sem kölluðu á frekari rannsóknir í heilbrigðiskerfinu en hefðu aldrei valdið viðkomandi nokkrum skaða. Ástæðulausar heilskimanir myndu óneitanlega valda auknu álagi í heilbrigðiskerfinu. Landlæknisembættið ákvað að banna Intuens að veita þjónustuna og fyrirtækið hætti við en fór að bjóða upp á rannsóknir gegn tilvísun. Heilbrigðisráðuneytið ógilti hins vegar ákvörðun landlæknisembættisins í september síðastliðnum og í kjölfarið hefur verið hægt að bóka svokallaða „heilskoðun“ hjá Intuens. Neytendur geta þá ýmist komið með eigin tilvísun frá lækni eða fengið tilvísun frá lækni á vegum Intuens eftir að sjúkrasaga hefur verið tekin í gegnum síma. Fréttastofa spurði landlæknisembættið hvar málið væri statt, nú þegar ráðuneytið hefði skikkað það til að taka það upp að nýju; hvort embættið hygðist hafa frekari afskipti af þjónustunni eða heimila hana. „Málinu var vísað til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis og þar er málið statt. Þar sem málið er enn til meðferðar þá er getur embættið ekki veitt upplýsingar um vinnslu þess eða næstu vendingar,“ sagði í svari landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira