Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2024 08:51 Verðbólgan hefur verið á stöðugri niðurleið undanfarna mánuði og var þannig 4,8% í nóvember miðað við 10,2% þegar hún var mest hér á landi. Sem þó var minna en hún fór mest í á evrusvæðinu á sínum tíma sem var 10,6%. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að verðbólgan haldi áfram að lækka næstu mánuðina og verði komin niður í 4% í febrúar, 1,5 prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Með öðrum orðum fer verðbólgan jafn og þétt minnkandi óháð þingkosningunum á morgun og vextir munu halda áfram að lækka í kjölfarið. Fyrir vikið er athyglisvert að helzta kosningaloforð Viðreisnar og Samfylkingarinnar sé að lækka verðbólguna. Til að mynda hefur Viðreisn auglýst grimmt undir slagorðinu: Lækkum þessa verðbólgu. Það er vitanlega ekki sérlega erfitt að lofa einhverju sem er þegar að eiga sér stað. Kaus að sverja af sér Dag B. Eggertsson Hitt er svo annað mál að Viðreisn og Samfylkingin hefðu fyrir margt löngu getað gripið til aðgerða til þess draga verulega úr verðbólgunni. Flokkarnir hafa þannig báðir verið við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg frá því fyrir núverandi verðbólgutímabil en helzta ástæða verðbólgunnar hefur verið hækkandi húsnæðiskostnaður. Einkum vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði og lóða undir það. Þá aðallega í höfuðborginni. Viðreisn og Samfylkingin hafa þannig borið verulega ábyrgð á verðbólgunni. Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í Spursmálum á mbl.is voru þau að hún hefði ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur og sverja af sér Dag B. Eggertsson, oddvita flokksins í borginni og nú frambjóðanda hans til Alþingis, á meðan Viðreisnarmenn hafa sagt flokkinn engu hafa ráðið vegna fámennis í borgarstjórn. Verðbólga í boði Evrópusambandsins Framan af átti innflutt verðbólga, aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins, enn fremur stóran þátt í verðbólgunni í krafti hærra verðlags á innfluttum vörum þaðan. Verðbólgan á evrusvæðinu, sem fór fyrr upp en hér á landi og fyrir vikið fyrr niður, var meiri en hér þegar hún var mest og var einkum afleiðing glórulausra ákvarðana evrópskra stjórnmálamanna sem gerði mörg ríki sambandsins háð rússneskri orku. Flokkarnir tveir eru sem kunnugt er samkvæmt stefnu sinni hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið þó þeir hafi báðir forðast að minnast á málið í kosningabaráttunni. Það er engin tilviljun að fylgi Samfylkingarinnar fór að aukast samhliða því sem flokkurinn setti sambandið á ís fyrir tveimur árum og fylgi Viðreisnar eftir að forystumenn flokksins hættu nánast að tala um málið fyrir nokkrum vikum síðan. Staðan getur sannarlega versnað Viðreisn og Samfylkingin hafa að sama skapi sagst ætla að taka á ríkisfjármálunum. Við vitum hins vegar hvernig til hefur tekizt hjá þeim í Reykjavík. Afsökunin er líklega sú sama þar. Kristrún sverji af sér Dag og Viðreisn segist engu hafa ráðið í meirihlutanum í borgarstjórn. Telja verður afar ólíklegt að kjósendur vilji að haldið verði á ríkisfjármálunum eins og fjármálum borgarinnar sem hefur nær verið sett á hausinn. Hvaða líkur geta hins vegar talizt á því að Viðreisn og Samfylkingin muni halda öðruvísi á málum í ríkisstjórn en flokkarnir hafa gert í Reykjavík? Hvers vegna hefur staðan í borginni gert lítið annað en að versna ef þessum flokkum er treystandi fyrir ríkisfjármálunum? Við höfum vítið í Reykjavík til þess að varast. Margir eru skiljanlega ósattir við ýmislegt í ríkisrekstrinum til þessa. En staðan getur sannarlega versnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur verið á stöðugri niðurleið undanfarna mánuði og var þannig 4,8% í nóvember miðað við 10,2% þegar hún var mest hér á landi. Sem þó var minna en hún fór mest í á evrusvæðinu á sínum tíma sem var 10,6%. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að verðbólgan haldi áfram að lækka næstu mánuðina og verði komin niður í 4% í febrúar, 1,5 prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Með öðrum orðum fer verðbólgan jafn og þétt minnkandi óháð þingkosningunum á morgun og vextir munu halda áfram að lækka í kjölfarið. Fyrir vikið er athyglisvert að helzta kosningaloforð Viðreisnar og Samfylkingarinnar sé að lækka verðbólguna. Til að mynda hefur Viðreisn auglýst grimmt undir slagorðinu: Lækkum þessa verðbólgu. Það er vitanlega ekki sérlega erfitt að lofa einhverju sem er þegar að eiga sér stað. Kaus að sverja af sér Dag B. Eggertsson Hitt er svo annað mál að Viðreisn og Samfylkingin hefðu fyrir margt löngu getað gripið til aðgerða til þess draga verulega úr verðbólgunni. Flokkarnir hafa þannig báðir verið við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg frá því fyrir núverandi verðbólgutímabil en helzta ástæða verðbólgunnar hefur verið hækkandi húsnæðiskostnaður. Einkum vegna mikils skorts á íbúðarhúsnæði og lóða undir það. Þá aðallega í höfuðborginni. Viðreisn og Samfylkingin hafa þannig borið verulega ábyrgð á verðbólgunni. Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í Spursmálum á mbl.is voru þau að hún hefði ekki verið í borgarstjórn Reykjavíkur og sverja af sér Dag B. Eggertsson, oddvita flokksins í borginni og nú frambjóðanda hans til Alþingis, á meðan Viðreisnarmenn hafa sagt flokkinn engu hafa ráðið vegna fámennis í borgarstjórn. Verðbólga í boði Evrópusambandsins Framan af átti innflutt verðbólga, aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins, enn fremur stóran þátt í verðbólgunni í krafti hærra verðlags á innfluttum vörum þaðan. Verðbólgan á evrusvæðinu, sem fór fyrr upp en hér á landi og fyrir vikið fyrr niður, var meiri en hér þegar hún var mest og var einkum afleiðing glórulausra ákvarðana evrópskra stjórnmálamanna sem gerði mörg ríki sambandsins háð rússneskri orku. Flokkarnir tveir eru sem kunnugt er samkvæmt stefnu sinni hlynntir inngöngu Íslands í Evrópusambandið þó þeir hafi báðir forðast að minnast á málið í kosningabaráttunni. Það er engin tilviljun að fylgi Samfylkingarinnar fór að aukast samhliða því sem flokkurinn setti sambandið á ís fyrir tveimur árum og fylgi Viðreisnar eftir að forystumenn flokksins hættu nánast að tala um málið fyrir nokkrum vikum síðan. Staðan getur sannarlega versnað Viðreisn og Samfylkingin hafa að sama skapi sagst ætla að taka á ríkisfjármálunum. Við vitum hins vegar hvernig til hefur tekizt hjá þeim í Reykjavík. Afsökunin er líklega sú sama þar. Kristrún sverji af sér Dag og Viðreisn segist engu hafa ráðið í meirihlutanum í borgarstjórn. Telja verður afar ólíklegt að kjósendur vilji að haldið verði á ríkisfjármálunum eins og fjármálum borgarinnar sem hefur nær verið sett á hausinn. Hvaða líkur geta hins vegar talizt á því að Viðreisn og Samfylkingin muni halda öðruvísi á málum í ríkisstjórn en flokkarnir hafa gert í Reykjavík? Hvers vegna hefur staðan í borginni gert lítið annað en að versna ef þessum flokkum er treystandi fyrir ríkisfjármálunum? Við höfum vítið í Reykjavík til þess að varast. Margir eru skiljanlega ósattir við ýmislegt í ríkisrekstrinum til þessa. En staðan getur sannarlega versnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun