Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 07:53 Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Skoðun Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun