Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 07:53 Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun leggjum við sjálfstæðismenn störf okkar í dóm kjósenda, störf sem við erum stolt af. Við getum ekki bara rifjað upp hitaveituvæðinguna, stofnun og uppbyggingu Landsvirkjunar og frelsi í gjaldeyris- og viðskiptamálum, inngönguna í EES og NATO, þótt fátt eitt sé nefnt. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við náð miklum árangri í þeim málaflokkum sem við höfum haldið á, þótt einhverjir séu fúlir yfir málamiðlunum í öðrum: Undraverður árangur í orkumálum á skömmum tíma m.a. með samþykki rammaáætlunar, stóreinföldun leyfisveitinga, fyrsta jarðhitaleitaátaki aldarinnar og sameiningu stofnana. Landamærin styrkt með aukinni landamæravörslu og löggæslueftirliti, og breytt forgangsröðun í málaflokki hælisleitenda. Umsóknum um vernd hefur fækkað um yfir 60% milli ára, brottflutningur hefur aukist um yfir 70% og frávísanir á landamærum um 1200% frá árinu 2022. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að stuðla að lækkun verðbólgu svo unnt sé að lækka vexti. Það hefur gengið eftir, verðbólgan er í frjálsu falli og vaxtalækkunarferlið er hafið. Þeirri stöðu verður vonandi ekki ógnað með tilraunastarfsemi og meintum töfralausnum. Ný stoð byggð upp í hagkerfinu með öflugum stuðningi við nýsköpun, rannsóknir og tækni. Það hefur skilað okkur fjölbreyttum störfum og auknum útflutningstekjum. Enn traustara samstarf við nágranna- og vinaþjóðir. Þar er EES-samstarfið okkur gríðarlega mikilvægt og hagsmunagæsla fyrir Ísland forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Kjósum um framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur af fortíðinni og við lítum líka björtum augum til framtíðar. Við munum tryggja áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Leggja enn meiri áherslu á ábyrgan ríkisrekstur, útboð og tækni til að fara betur með ríkisfé og fækka ríkisstofnunum úr 160 í 100. Flestir vilja eignast sitt eigið heimili. Við ætlum að skylda sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg til að tryggja nægt lóðaframboð, og lækka byggingarkostnað með einfaldari reglum og frekari skattaívilnunum. Léttum undir með heimilunum með því að afnema stimpilgjald vegna íbúðarkaupa einstaklinga, tryggjum séreignarsparnaðarúrræðið svokallaða og veitum barnafjölskyldum 150 þúsund króna skattaafslátt árlega vegna hvers barns undir þriggja ára. Lækkum erfðafjárskatt og hækkum frítekjumark erfðafjár. Við boðum stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu - fyrsta kosningamálið sem við kynntum. Tökum aftur upp samræmd próf, nýja aðalnámskrá, betri námsgögn, símalausa skóla og móttökuskóla fyrir börn sem tala ekki íslensku. Höldum áfram að tryggja landamærin sem okkur tókst að ná stjórn á og aukum öryggi fólks með öflugri löggæslu. Enginn flokkur hefur staðið eins traustan vörð um þessi mál á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn. Aukum nýsköpun, tæknilausnir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Fáum heilbrigðismenntað fólk til baka úr námi með skattaívilnunum. Mannauðsvandinn verður ekki leystur með áætlunum. Einföldum regluverk og stillum skattheimtu fyrir atvinnulífið í hóf. Jafnlaunavottunin er ofarlega á lista yfir séríslenskar kvaðir á fyrirtæki sem þarf að afnema. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Gerum starfslok sveigjanleg, hækkum frítekjumark vegna atvinnutekna í 350 þúsund á mánuði. Drögum áfram úr skerðingum og hækkum almennt frítekjumark ellilífeyris. Stóreflum samgöngur um allt land, m.a. með því að heimila sveitarfélögum að stofna samgöngufélög um samfélagsvegi. Með Sjálfstæðisflokkinn í brúnni hefur Ísland orðið í fararbroddi í langflestum samanburði við önnur lönd. Við viljum gera enn betur og biðjum kjósendur að treysta þeim sem hafa sýnt fram á árangur í verki. Þannig náum við meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun