Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar 28. nóvember 2024 21:32 Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Björn Gíslason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki heiðarlegt að villa á sér heimildir, en í þessari kosningabaráttu siglir a.m.k. einn stjórnmálaflokkur undir fölsku flaggi. Viðreisnarstjórnin 1959-71 Eitt merkasta stjórnarsamstarf lýðveldistímans fólst í Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem var við lýði 1959-1971. Sú ríkisstjórn stóð fyrir róttækustu efnahagsbreytingum í frjálsræðisátt sem gerðar hafa verið á einu bretti. Þær bundu enda á áratuga skömmtunarstjórn, innflutningshöft og miðstýrða forræðishyggju og mörkuðu nýtt upphaf framfara og frjálsra viðskipta hér á landi. Það er mótsagnarkennt og villandi að kenna stjórnmálaflokkinn Viðreisn við þetta merka tímabil íslenskrar stjórnmálasögu. Ef dæma á flokkinn af verkum hans þar sem hann hefur haft mest áhrif á íslenskan samtíma - í borgarstjórn Reykjavíkur - er hann fullkomin andstæða þess frjálslyndis sem Viðreisnarstjórnin stóð fyrir. Viðreisnar-borgarstjórn frá 2018 Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verið í samstarfi við Samfylkinguna frá 2018. Þar hafa þessir flokkar viðhaft skammtanir, höft, íþyngjandi skrifræðisbákn, aðför gegn þegnunum, gjafagjörninga og verðmætasóun. Allt eru þetta stjórnarhættir sem Viðreisnarstjórnin upprætti fyrir 65 árum. Skammtanir og höft Skammtanir borgarstjórnar felast m.a. í því að hinum almenna borgarbúa er neitað um byggingarlóðir úr óbyggðu landi borgarinnar með þeim afleiðingum að lóðaverð hefur farið úr 4% af byggingarkostnaði íbúða í 25%. Sum staðar hefur þessi kostnaður tífaldast. Í skipulagi nýbyggðra íbúða eru nú skömmtuð 0.7 bílastæði á hverja íbúð. Börnum er skammtað leikskólapláss með þeim afleiðingum að þau þurfa að bíða mánuðum og árum saman eftir að komast á leikskóla. Samgöngustefna borgaryfirvalda felst í heftu ferðafrelsi. Það er staðfastur ásetningur borgaryfirvalda að lengja stöðugt ferðatíma vegfarenda með því að koma í veg fyrir eðlilegt viðhald og endurbætur á gatnakerfinu og leggja stein í götu fólks. Þessi höft hafa kostað samfélagið fleiri tugi milljarða króna og tafaskatturinn nemur nú meiru en sem nemur þriggja vikna orlofi launafólks. Það þætti saga til næsta bæjar ef Viðreisn hótaði því núna í kosningabaráttunni að hafa af launafólki tveggja eða þriggja vikna orlofi, bótalaust. Það hefur Viðreisn gert í Reykjavík og vel það. Unnið gegn borgarbúum Yfirbygging borgarkerfisins hefur aukist gífurlega á síðustu árum á sama tíma og þjónusta við íbúana hefur versnað og hækkað í verði. Nú getur það kostað fólk mörg hundruð þúsund krónur og margra mánaða bið að útvega teikningar og fá leyfi til þess að breyta glugga. Með skefjalausri byggðaþéttingu í eldri hverfum er vaðið yfir gróin hverfi þar sem kennileitum er eytt, gengið er á græn útivistarsvæði, útsýni spillt, leiksvæði barna afhent byggingarverktökum og þrengt að umferðarmannvirkjum og innviðum. Þessar aðfarir hafa skapað umsátursástand í hverfum borgarinnar s.s. í Bústaðahverfi, Vesturbæ, Skerjafirði og nú í Grafarvogi. Gjafagjörningar og sóun verðmæta Í kjölfarið á heimatilbúnum skorti á byggingalóðum hafa borgaryfirvöld fært útvöldum aðilum lóðir á silfurfati sem fært hafa þeim milljarða gróða á meðan ungar fjölskyldur borga brúsann með stöðugt hækkandi húsnæðisverði. Í borgarstjórn berst nú Viðreisn fyrir því að sóa tíu milljörðum í göngu- og strætóbrú yfir Fossvog svo þeir opinberu fjármunir rati örugglega ekki í raunhæfar samgöngubætur. Þetta eru nokkur dæmi um að það hvernig fulltrúar stjórnmálaflokksins Viðreisnar hyggjast bæta samfélagið í Reykjavík. Það er ekki gert með frelsi að leiðarljósi. Það skiptir engu máli hverju stjórnmálaflokkar lofa fyrir kosningar. Á ávöxtunum skuluð þið þekkja þá. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar