Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:23 „Fíkniefna-kafbátarnir“ eru þannig gerðir að á yfirborðinu sést aðeins toppurinn á þeim. Stærsta rýmið er neðansjávar. Kólumbísk yfirvöld hafa í samstarfi við aðila í 62 ríkjum lagt hald á 225 tonn af kókaíni á aðeins sex vikum. Um er að ræða metmagn í einni aðgerð. Aðgerðin var köllu Óríon og beindist gegn hálfgerðum kafbátum, fullum af eiturlyfjum. Alls var lagt hald á 1.400 tonn af fíkniefnum, þar af yfir þúsund tonn af marjúana. Að sögn Manuel Rodríguez, sem fer fyrir fíkniefnasveit kólumbíska flotans, er um að ræða töluvert högg fyrir glæpagengi Suður-Ameríku sem sérhæfa sig í fíkniefnaframleiðslu en Sameinuðu þjóðarnar áætla að um 2.700 tonn af kókaíni séu framleidd í heiminum á ári hverju. „Þetta mun koma í veg fyrir þúsundir dauðsfalla af völdum ofskömmtunar,“ segir Rodríguez en einnig sé um að ræða umtalsvert tekjutap fyrir glæpahópana, þar sem verðmæti kókaínsins sé metið á um 8,5 milljarða Bandaríkjadala. #EnVivo 📽🔴 Los invitamos a conectarse al cierre de la Estrategia Multinacional ORIÓN XIV para que conozcan cómo estamos protegiendo el #AzulQueNosUne con el mundo. 🤝🌎⬇@EconomiaUAndes https://t.co/osi67FzeKZ— Armada de Colombia (@ArmadaColombia) November 27, 2024 Ríkin sem stóðu að aðgerðinni lögðu meðal annars til flugvélar, þyrlur og skip til að fylgjast með og stöðva „fíkniefna-kafbátana“ en deildu einnig upplýsingum á milli sín. Einn stærsti áfanginn var þegar sex bátar voru stöðvaðir hlaðnir kókaíni, sem leiddi til fundar nýrrar flutningsleiðar til Ástralíu. Eftirspurn eftir kókaíni hefur vaxið mjög í Ástralíu og hátt verð er sögð hvatning fyrir eiturlyfjabaróna að leita nýrra leiða til að koma efnunum yfir hafið. Leiðin frá Kólumbíu til Ástralíu telur 4.000 mílur eða 6.437 kílómetra. Kíló af kókaíni kostar 240 þúsund Bandaríkjadollara í Ástralíu, þrisvar til sex sinnum meira en í Bandaríkjunum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Kólumbía Ástralía Fíkniefnabrot Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Aðgerðin var köllu Óríon og beindist gegn hálfgerðum kafbátum, fullum af eiturlyfjum. Alls var lagt hald á 1.400 tonn af fíkniefnum, þar af yfir þúsund tonn af marjúana. Að sögn Manuel Rodríguez, sem fer fyrir fíkniefnasveit kólumbíska flotans, er um að ræða töluvert högg fyrir glæpagengi Suður-Ameríku sem sérhæfa sig í fíkniefnaframleiðslu en Sameinuðu þjóðarnar áætla að um 2.700 tonn af kókaíni séu framleidd í heiminum á ári hverju. „Þetta mun koma í veg fyrir þúsundir dauðsfalla af völdum ofskömmtunar,“ segir Rodríguez en einnig sé um að ræða umtalsvert tekjutap fyrir glæpahópana, þar sem verðmæti kókaínsins sé metið á um 8,5 milljarða Bandaríkjadala. #EnVivo 📽🔴 Los invitamos a conectarse al cierre de la Estrategia Multinacional ORIÓN XIV para que conozcan cómo estamos protegiendo el #AzulQueNosUne con el mundo. 🤝🌎⬇@EconomiaUAndes https://t.co/osi67FzeKZ— Armada de Colombia (@ArmadaColombia) November 27, 2024 Ríkin sem stóðu að aðgerðinni lögðu meðal annars til flugvélar, þyrlur og skip til að fylgjast með og stöðva „fíkniefna-kafbátana“ en deildu einnig upplýsingum á milli sín. Einn stærsti áfanginn var þegar sex bátar voru stöðvaðir hlaðnir kókaíni, sem leiddi til fundar nýrrar flutningsleiðar til Ástralíu. Eftirspurn eftir kókaíni hefur vaxið mjög í Ástralíu og hátt verð er sögð hvatning fyrir eiturlyfjabaróna að leita nýrra leiða til að koma efnunum yfir hafið. Leiðin frá Kólumbíu til Ástralíu telur 4.000 mílur eða 6.437 kílómetra. Kíló af kókaíni kostar 240 þúsund Bandaríkjadollara í Ástralíu, þrisvar til sex sinnum meira en í Bandaríkjunum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Kólumbía Ástralía Fíkniefnabrot Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira