Lærisveinn Guðmundar Hreiðarssonar hjá írska landsliðinu varði hins vegar vítaspyrnu Kylian Mbappé á lykilaugnabliki í leiknum.
„Ég var fullur sjálfstrausts og sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn,“ sagði Kelleher sem hefur orð á sér fyrir að vera hálfgerður vítabani.
„Þetta eru stór úrslit, frábær úrslit raunar. Við vildum mæta til leiks af krafti og hrós á strákana fyrir að gera nákvæmlega það.“
Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar sem og heima fyrir á Englandi. Þar mæta þeir særðu liði Englandsmeistara Manchester City um næstu helgi.
„Ég held að sjálfstraustið sé hátt hjá öllum í liðinu. Við vitum að Man City hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið en við vitum líka hversu gott lið þeir hafa. Við reiknum með virkilega erfiðum leik en það er mikið sjálfstraust í liðinu okkar og við erum klárir,“ sagði Kelleher að endingu.