Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:00 Það styttist í jólin og væntanlega eru mörg börn sem dunda sér við það þessa dagana að búa til jólagjafalista til að færa foreldrum sínum. Eðli málsins samkvæmt er allur gangur á því hversu mikið verðskyn börnin hafa, og lái þeim hver sem vill. Vinkona mín sýndi mér óskalista sem dóttir hennar hafði gefið henni nýlega, þar sem listinn innihélt allt frá ódýrri peysu yfir í græju sem gerir heimabúinn ís. Ég veit ekki hvort að barnið fær ísvél, en líklega fær hún eitthvað af listanum góða. Þessu er að mörgu leyti öfugt farið í kosningum. Stjórnmálaflokkar eiga það til að búa til lista yfir það sem þeir halda að kjósendur óski sér heitast. Samfylkingin kynnir nú plan sitt, sem flokkurinn ætlar flestu vinnandi fólki að greiða fyrir með hærri sköttum. Vinstri grænir kynna mál sem þeirra harðasti kjarni ákvað að væru helstu stefnumálin fyrir rúmum 30 árum og Framsókn er í örvæntingu sinni að tala um allt það sem þau halda að afli þeim vinsælda til skemmri tíma. Það er eðlilegt að leggja fram loforð og stefnu í aðdraganda kosninga. Hvort tveggja þarf þó að byggja á raunhæfum markmiðum. Það er því full ástæða til að staldra við þegar litið er til stefnu Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið, eða öllu heldur því hvernig stefnan er kynnt. Viðreisn hefur, líkt og Samfylkingin, áttað sig á því að málið er ekki fallið til vinsælda og því sett það til hliðar. Stefnan er þó enn sú sama og þó hún sé ekki kynnt með beinum hætti eru farnar ýmsar krókaleiðir til að fegra þá mynd sem við okkur kann að blasa í Evrópusambandinu. Evrópskir vextir og íslensk laun? Ein af þeim er sú mynd sem ranglega er dregin upp af stöðugleika evrunnar og kosti þess að búa við evrópska vexti á fasteignalánum. Þegar nánar er að gáð hefur evran þó alls ekki reynst stöðug síðastliðinn áratug og vextirnir gefa villandi mynd af þeim raunveruleika sem íbúar á meginlandi Evrópu búa við. Ef við ætlum að horfa í hillingum til þess að búa við evrópska vexti þurfum við að skoða heildarmyndina og taka þannig tillit til vinnumarkaðar, kaupmáttar, hagvaxtar og fleiri þátta. Með einföldum hætti má segja að það sé ekki raunhæft að ætla sér að búa við evrópska vexti með íslensk laun, nema þá gefa verulega eftir af þeim lífskjörum sem við búum við. Ísland er eitt ríkasta land í heimi og kaupmáttur hér er mun meiri en í ríkjum Evrópusambandsins. Annar mikilvægur þáttur er að hér á landi er hátt atvinnustig, því ólíkt evruríkjunum höfum við tekið niðursveiflurnar út með öðrum hætti en atvinnuleysi. Hér höfum við tækifæri til að ýta undir frekari nýsköpun, auka hagvöxt, auka kaupmátt, stunda frekari milliríkjaviðskipti og þannig mætti áfram telja. Okkur standa allar dyr opnar og það er engin ástæða til að loka þeim með inngöngu í ríkjasamband sem er sjálft í mikilli tilvistarkreppu. Samkeppnishæfni okkar skiptir öllu máli. Evrópa hefur dregist aftur úr með mikilli regluvæðingu á atvinnulífið, m.a. á nýsköpun og tækni. Með aðild að sambandinu höfum viðmun minni sveigjanleika gagnvart innleiðingu löggjafar og erfiðara verður að koma í veg fyrir íþyngjandi regluverk. Ef við viljum efla samkeppnishæfni okkar er Evrópusambandið ekki svarið. Stöðugleiki í stað skyndilausna Við byggjum hagsæld okkar að mestu á leyti á alþjóðaviðskiptum, þá helst útflutningi á auðlindum sem við höfum verið svo lánsöm að nýta vel. Við höfum tækifæri til að mennta okkur og búa erlendis, eigum nú þegar í sterkum alþjóðasamskiptum- og viðskiptum við fjölmargar þjóðir. Það er því rangt að væna þá sem ekki vilja ganga í Evrópusambandið um einangrunarhyggju eða annað slíkt. Með góðri hagstjórn, ábyrgum ríkisfjármálum og öflugra atvinnulífi búum við til aukinn stöðugleika. Það endurspeglast í gjaldmiðlinum okkar og þá um leið í þeim kjörum sem við búum við á fjármálamarkaði. Það er blekking að halda því fram að hér séu einhverjar skyndilausnir í boði. Við eigum að leyfa börnunum að búa til jólagjafalistana en gera meiri kröfur til stjórnmálaflokka. Kjósendur eiga það skilið. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í jólin og væntanlega eru mörg börn sem dunda sér við það þessa dagana að búa til jólagjafalista til að færa foreldrum sínum. Eðli málsins samkvæmt er allur gangur á því hversu mikið verðskyn börnin hafa, og lái þeim hver sem vill. Vinkona mín sýndi mér óskalista sem dóttir hennar hafði gefið henni nýlega, þar sem listinn innihélt allt frá ódýrri peysu yfir í græju sem gerir heimabúinn ís. Ég veit ekki hvort að barnið fær ísvél, en líklega fær hún eitthvað af listanum góða. Þessu er að mörgu leyti öfugt farið í kosningum. Stjórnmálaflokkar eiga það til að búa til lista yfir það sem þeir halda að kjósendur óski sér heitast. Samfylkingin kynnir nú plan sitt, sem flokkurinn ætlar flestu vinnandi fólki að greiða fyrir með hærri sköttum. Vinstri grænir kynna mál sem þeirra harðasti kjarni ákvað að væru helstu stefnumálin fyrir rúmum 30 árum og Framsókn er í örvæntingu sinni að tala um allt það sem þau halda að afli þeim vinsælda til skemmri tíma. Það er eðlilegt að leggja fram loforð og stefnu í aðdraganda kosninga. Hvort tveggja þarf þó að byggja á raunhæfum markmiðum. Það er því full ástæða til að staldra við þegar litið er til stefnu Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið, eða öllu heldur því hvernig stefnan er kynnt. Viðreisn hefur, líkt og Samfylkingin, áttað sig á því að málið er ekki fallið til vinsælda og því sett það til hliðar. Stefnan er þó enn sú sama og þó hún sé ekki kynnt með beinum hætti eru farnar ýmsar krókaleiðir til að fegra þá mynd sem við okkur kann að blasa í Evrópusambandinu. Evrópskir vextir og íslensk laun? Ein af þeim er sú mynd sem ranglega er dregin upp af stöðugleika evrunnar og kosti þess að búa við evrópska vexti á fasteignalánum. Þegar nánar er að gáð hefur evran þó alls ekki reynst stöðug síðastliðinn áratug og vextirnir gefa villandi mynd af þeim raunveruleika sem íbúar á meginlandi Evrópu búa við. Ef við ætlum að horfa í hillingum til þess að búa við evrópska vexti þurfum við að skoða heildarmyndina og taka þannig tillit til vinnumarkaðar, kaupmáttar, hagvaxtar og fleiri þátta. Með einföldum hætti má segja að það sé ekki raunhæft að ætla sér að búa við evrópska vexti með íslensk laun, nema þá gefa verulega eftir af þeim lífskjörum sem við búum við. Ísland er eitt ríkasta land í heimi og kaupmáttur hér er mun meiri en í ríkjum Evrópusambandsins. Annar mikilvægur þáttur er að hér á landi er hátt atvinnustig, því ólíkt evruríkjunum höfum við tekið niðursveiflurnar út með öðrum hætti en atvinnuleysi. Hér höfum við tækifæri til að ýta undir frekari nýsköpun, auka hagvöxt, auka kaupmátt, stunda frekari milliríkjaviðskipti og þannig mætti áfram telja. Okkur standa allar dyr opnar og það er engin ástæða til að loka þeim með inngöngu í ríkjasamband sem er sjálft í mikilli tilvistarkreppu. Samkeppnishæfni okkar skiptir öllu máli. Evrópa hefur dregist aftur úr með mikilli regluvæðingu á atvinnulífið, m.a. á nýsköpun og tækni. Með aðild að sambandinu höfum viðmun minni sveigjanleika gagnvart innleiðingu löggjafar og erfiðara verður að koma í veg fyrir íþyngjandi regluverk. Ef við viljum efla samkeppnishæfni okkar er Evrópusambandið ekki svarið. Stöðugleiki í stað skyndilausna Við byggjum hagsæld okkar að mestu á leyti á alþjóðaviðskiptum, þá helst útflutningi á auðlindum sem við höfum verið svo lánsöm að nýta vel. Við höfum tækifæri til að mennta okkur og búa erlendis, eigum nú þegar í sterkum alþjóðasamskiptum- og viðskiptum við fjölmargar þjóðir. Það er því rangt að væna þá sem ekki vilja ganga í Evrópusambandið um einangrunarhyggju eða annað slíkt. Með góðri hagstjórn, ábyrgum ríkisfjármálum og öflugra atvinnulífi búum við til aukinn stöðugleika. Það endurspeglast í gjaldmiðlinum okkar og þá um leið í þeim kjörum sem við búum við á fjármálamarkaði. Það er blekking að halda því fram að hér séu einhverjar skyndilausnir í boði. Við eigum að leyfa börnunum að búa til jólagjafalistana en gera meiri kröfur til stjórnmálaflokka. Kjósendur eiga það skilið. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun