Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 2013 og lagt áherslu á að lækka skatta og styrkja velferðarkerfið. Þó eru til stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram. Á árunum 2013-2023 tókst Sjálfstæðisflokknum að ná fram breytingum sem skiluðu 310 milljörðum króna í nettó skattalækkun á tímabilinu. Þessar lækkanir hafa nýst bæði heimilum og fyrirtækjum. Samkvæmt svari Fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eru þetta 63 skattalækkanir á móti 28 skattahækkunum. Allt tal pólitískra andstæðinga um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eingöngu hækkað skatta á ekki við rök að styðjast. Þau skilaboð virðast því miður ekki hafa náð eyrum allra. Best er að skoða þetta svart á hvítu. Á www.xd.is/skattar er hægt að reikna dæmið, þ.e.a.s. hversu mikið þú færð af þínum launum í vasann vegna þeirra breytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt, samanborið við það sem hefði verið. Það er, ef ekkert hefði breyst í skattkerfinu frá því vinstri stjórnin 2009-2013 var við völd. Hvað þýða skattalækkanir fyrir vísitölufjölskyldu? Tökum dæmi um fjögurra manna fjölskyldu þar sem báðar fyrirvinnur hafa 800 þús kr. á mánuði í laun og börnin eru 4 og 8 ára gömul. Þessi fjölskylda hefur um 900 þús. kr. meira á milli handanna á ári heldur en hún hefði haft án breytinga Sjálfstæðisflokksins. Það munar um minna eins og sjá má í reiknivélinni: Ekki þarf að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mátti greina aukningu í tekjum ríkissjóðs á þessum árum. Hagkerfið er vissulega flóknara en svo að tekjuaukinn verði að fullu skrifaður á lækkun skatta, en augljóst er að lægri skattar og þar með hærri ráðstöfunartekjur heimila hafa áhrif. Rétt er að benda á það sem fram kemur í svari ráðuneytisins í þessum efnum. Þar kemur fram að skattar hafi bein áhrif á efnahagslegar ákvarðanir heimila og fyrirtækja, sem á endanum móta lykilhagstærðir, þar á meðal sjálfa skattstofnana. Þessa hlið málsins vantar oft í umræðunni. Hlutann sem útskýrir að einhverju leyti hvernig tekjur ríkissjóðs geta aukist þrátt fyrir lægra skattahlutfall, þar sem efnahagsleg virkni eykst og tekjustofnar breikka. Sagan sannar það að Kristrún Mjöll Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur rangt fyrir sér þegar hún segist þurfa að hækka skatta til að auka tekjur ríkisins. Kjósum út frá staðreyndum Sjálfstæðisflokkurinn hefur með stefnu sinni lagt grunn að aukinni hagsæld fyrir íslensk heimili og fyrirtæki undanfarin 11 ár og raunar alla 20. öldina. Skattalækkanir, ásamt öðrum aðgerðum, hafa hjálpað til við að bæta lífskjör landsmanna. Aðgerðir flokksins hafa þó ekki bara snúist um lækkun skatta, heldur einnig um að tryggja sterkt og sjálfbært velferðarkerfi. Árangurinn er augljós. Kaupmáttur hefur aukist 11 ár í röð. Hugsum um staðreyndir á leiðinni í kjörklefann, leyfum ekki frambjóðendum annarra flokka að endurskrifa söguna með bullyrðingum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf sterkt umboð til að gera minni málamiðlanir og halda áfram að sameina stofnanir, einfalda regluverk og lækka skatta á næsta kjörtímabili. Kjósum ábyrgð í ríkisfjármálum og frelsi fólks til að fóta sig. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar