Þetta segir Steinunn Þóraðardóttir í samtali við fréttastofu. Framan af degi vonaðist ríkissáttasemjari til að hægt yrði að ganga frá samningi í dag en hann segir tæknilegar útfærslur hafa reynst flóknari en búist var við.
Steinunn segir lækna vonast til að viðræður klárist á morgun, „með þeim fyrirvara að það eru enn nokkur atriði sem standa út af.“
Ástráður Haraldsdóttir ríkissáttasemjari sagði í gær að aðilar væru komnir á síðasta kafla viðræðna. Það væru hins vegar mjög flóknar og umfangsmiklar breytingar á launamyndunarkerfi og vinnutímakerfi sem varði lækna, sem væru tæknilega flóknar í úrlausn.