Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar 27. nóvember 2024 09:10 Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun