Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar 27. nóvember 2024 09:10 Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun