Innlent

Nem­endur fara í hús­næði KSÍ vegna rakamyndunar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Laugarnesskóli í Reykjavík.
Laugarnesskóli í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans.

„Ég þarf að upplýsa ykkur um að vegna aðkallandi framkvæmda í aðalbyggingu Laugarnesskóla munu fjórðu bekkir flytja tímabundið í húsnæði KSÍ við Laugardalsvöll nú fyrir jólin,“ segir í tölvupósti frá skólastjóra sem foreldrar fengu sendan.

Fram kemur að töluverð rakamyndun hafi komið í ljós undir gólfi á jarðhæð skólans. Við því þurfi að bregðast.

„Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir í um tvær vikur. Kennararnir ætla að fara með nemendum á morgun og sýna þeim húsnæðið og aðkomuna að því og stefnt er að því að fyrsti kennsludagur þar verði á fimmtudaginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×