Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2024 17:48 Jóhanna segir að foreldrar barna í leikskólunum þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, hafi sumir þurft að segja upp vinnu og aðrir séu að klára sumarorlofið sitt. Vísir/Sigurjón Móðir barns í leikskóla þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, segir minnst þrjá foreldra hafa misst vinnuna vegna verkfallsins. Margir hafi klárað allt sumarorlof næsta árs, og flestir sjái fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. „Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.“ Svona hefst grein sem Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir birti á Vísi fyrr í dag undir yfirskriftinni Gleymdu leikskólabörnin. Tilefnið er að nú er fimmta vika ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum á landsvísu gengin í garð. Hún segist vita fyrir víst að þrír foreldrar hafi misst vinnuna, en þeir séu sennilega fleiri. „Já þetta eru nokkrir aðilar, ég er ekki með nákvæma tölu en þetta er nokkuð stór hópur af fólki,“ segir hún. Börnum mismunað gróflega Jóhanna segir að greinin sé skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta aðgerðunum tafarlaust. Börnin séu notuð sem peð í kjaradeilu sem sé í besta falli siðlaus. „Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það.“ Hún segir það augljóst að aðgerðirnar setji enga pressu á samningsaðila. Nú séu fjórar vikur liðnar af verkfalli og samningsaðilar séu rétt að byrja ræða saman. Jóhanna segir að nú sé verið að skoða hvað hægt sé að gera varðandi rétt barnanna, en hún vísar í að umboðsmaður barna hafi sagt að verkföllin mismuni börnum. „Það er verið að skoða hvað er hægt að gera, en í rauninni er það ennþá óljóst því miður,“ segir hún. Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
„Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.“ Svona hefst grein sem Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir birti á Vísi fyrr í dag undir yfirskriftinni Gleymdu leikskólabörnin. Tilefnið er að nú er fimmta vika ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum á landsvísu gengin í garð. Hún segist vita fyrir víst að þrír foreldrar hafi misst vinnuna, en þeir séu sennilega fleiri. „Já þetta eru nokkrir aðilar, ég er ekki með nákvæma tölu en þetta er nokkuð stór hópur af fólki,“ segir hún. Börnum mismunað gróflega Jóhanna segir að greinin sé skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta aðgerðunum tafarlaust. Börnin séu notuð sem peð í kjaradeilu sem sé í besta falli siðlaus. „Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það.“ Hún segir það augljóst að aðgerðirnar setji enga pressu á samningsaðila. Nú séu fjórar vikur liðnar af verkfalli og samningsaðilar séu rétt að byrja ræða saman. Jóhanna segir að nú sé verið að skoða hvað hægt sé að gera varðandi rétt barnanna, en hún vísar í að umboðsmaður barna hafi sagt að verkföllin mismuni börnum. „Það er verið að skoða hvað er hægt að gera, en í rauninni er það ennþá óljóst því miður,“ segir hún.
Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira