Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 11:51 Lögreglan birti meðfylgjandi mynd af Diego í tilkynningu sinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Skeifukötturinn Diego er fundinn, heill á húfi. Hans hafði verið leitað af fjölda fólks síðan í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir köttinn hafa verið tekinn ófrjálsri hendi, en hann fannst í heimahúsi í morgun. Frá fundi Diego er greint á Facebook-síðu dýravinasamtakanna Dýrfinnu, sem sérhæfa sig í að hafa uppi á týndum gæludýrum. Færsla Dýrfinnu á Facebook. „Við hjá Dýrfinnu ásamt fjölskyldu Diegó erum glöð að segja frá því að hann er fundinn og kominn heim. Vegna aðstoðar ykkar, ábendinga og þrjósku erum við öll búin að koma honum saman heim! Diegó þakkar fyrir ykkur öll og biður spenntur eftir að taka næsta Skeifurúnt,“ segir í færslunni. Tekinn ófrjálsri hendi úr Skeifunni Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Diego hafi verið tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina. Sjónarvottar höfðu séð manneskju ganga inn í verslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur gjarnan til, taka hann upp og ganga með hann í Strætó. „Margir hafa leitað að Diego frá þeim tíma, ekki síst Dýrafinna, en það eru félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra. Ýmsar ábendingar bárust Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það leiddi til þess að lögreglan fann Diego í heimahúsi i morgun,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hann hafi í framhaldinu verið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti uns honum var komið í hendur eigenda sinna. „Varla þarf að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir.“ Einn frægasti köttur Íslandssögunnar Nokkur ár eru síðan Diego hóf að vekja athygli fyrir Skeifuheimsóknir sínar, en í dag er sérstök aðdáendasíða tileinkuð honum á Facebook - hópurinn Spottaði Diego - sem telur um fimmtán þúsund manns. Fréttastofa tók hús á Diego fyrir nokkrum árum, en þá var hann einmitt staddur í A4, þaðan sem hann var tekinn á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Gæludýr Kettir Reykjavík Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. 26. nóvember 2024 11:37 Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. 25. nóvember 2024 19:01 Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. 25. nóvember 2024 17:55 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Frá fundi Diego er greint á Facebook-síðu dýravinasamtakanna Dýrfinnu, sem sérhæfa sig í að hafa uppi á týndum gæludýrum. Færsla Dýrfinnu á Facebook. „Við hjá Dýrfinnu ásamt fjölskyldu Diegó erum glöð að segja frá því að hann er fundinn og kominn heim. Vegna aðstoðar ykkar, ábendinga og þrjósku erum við öll búin að koma honum saman heim! Diegó þakkar fyrir ykkur öll og biður spenntur eftir að taka næsta Skeifurúnt,“ segir í færslunni. Tekinn ófrjálsri hendi úr Skeifunni Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Diego hafi verið tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina. Sjónarvottar höfðu séð manneskju ganga inn í verslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur gjarnan til, taka hann upp og ganga með hann í Strætó. „Margir hafa leitað að Diego frá þeim tíma, ekki síst Dýrafinna, en það eru félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra. Ýmsar ábendingar bárust Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það leiddi til þess að lögreglan fann Diego í heimahúsi i morgun,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hann hafi í framhaldinu verið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti uns honum var komið í hendur eigenda sinna. „Varla þarf að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir.“ Einn frægasti köttur Íslandssögunnar Nokkur ár eru síðan Diego hóf að vekja athygli fyrir Skeifuheimsóknir sínar, en í dag er sérstök aðdáendasíða tileinkuð honum á Facebook - hópurinn Spottaði Diego - sem telur um fimmtán þúsund manns. Fréttastofa tók hús á Diego fyrir nokkrum árum, en þá var hann einmitt staddur í A4, þaðan sem hann var tekinn á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Gæludýr Kettir Reykjavík Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. 26. nóvember 2024 11:37 Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. 25. nóvember 2024 19:01 Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. 25. nóvember 2024 17:55 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. 26. nóvember 2024 11:37
Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. 25. nóvember 2024 19:01
Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. 25. nóvember 2024 17:55
Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43