Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 11:42 Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar