Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 21:49 Trump segir að málaferlin á hendur honum hafi verið nornaveiðar frá upphafi til enda. Brandon Bell/AP Sérstakur saksóknari sem falið var að rannsaka málefni Donalds Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur óskað eftir því að tveimur málum á hendur Trump verði vísað frá. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Jack Smith, sérstakur saksóknari, hafi óskað eftir því að dómari vísaði málunum frá, þar sem það hefði löngum verið túlkun dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að ákæra og saksókn á hendur sitjandi forseta gengi í berhögg við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þegar var búið að ákæra Trump í tveimur málum. Hann tekur við embætti forseta 20. janúar næstkomandi, eftir að hafa sigrað demókratann Kamölu Harris í forsetakosningum í upphafi nóvember. Frávísun með fyrirvara Smith var skipaður af Merrick Garland, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, árið 2022 til að hafa yfirumsjón með tveimur málum á hendur Trump. Annað þeirra sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum kosninganna 2020, sem Trump tapaði gegn Biden, og hins vegar að hafa farið ógætilega með háleynileg gögn eftir að hann lét af embætti í upphafi árs 2021. Smith óskaði eftir frávísun við dómara, en þó með fyrirvara um að hægt yrði að taka málin aftur upp síðar. Dómarinn þarf að samþykkja frávísunina svo hún teljist lögformlega gild. „Innantóm lögleysa“ Sjálfur hefur Trump sagt, eftir þessar fregnir, að málin hafi verið pólitískar nornaveiðar á hendur honum. Um hafi verið að ræða „innantóma lögleysu.“ „Og lágpunktur í sögu lands okkar, að svona lagað skuli hafa gerst. Þrátt fyrir það þá stóð ég þetta af mér, þótt líkurnar væru ekki með mér í liði,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn, Truth Social í kvöld. Undir þetta hefur J.D. Vance, verðandi varaforseti Trumps, tekið, og sagt að ef Trump hefði tapað kosningunum fyrr í mánuðinum kunni vel að vera að hann hefði varið því sem eftir væri af ævinni í fangelsi. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Jack Smith, sérstakur saksóknari, hafi óskað eftir því að dómari vísaði málunum frá, þar sem það hefði löngum verið túlkun dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að ákæra og saksókn á hendur sitjandi forseta gengi í berhögg við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þegar var búið að ákæra Trump í tveimur málum. Hann tekur við embætti forseta 20. janúar næstkomandi, eftir að hafa sigrað demókratann Kamölu Harris í forsetakosningum í upphafi nóvember. Frávísun með fyrirvara Smith var skipaður af Merrick Garland, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, árið 2022 til að hafa yfirumsjón með tveimur málum á hendur Trump. Annað þeirra sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum kosninganna 2020, sem Trump tapaði gegn Biden, og hins vegar að hafa farið ógætilega með háleynileg gögn eftir að hann lét af embætti í upphafi árs 2021. Smith óskaði eftir frávísun við dómara, en þó með fyrirvara um að hægt yrði að taka málin aftur upp síðar. Dómarinn þarf að samþykkja frávísunina svo hún teljist lögformlega gild. „Innantóm lögleysa“ Sjálfur hefur Trump sagt, eftir þessar fregnir, að málin hafi verið pólitískar nornaveiðar á hendur honum. Um hafi verið að ræða „innantóma lögleysu.“ „Og lágpunktur í sögu lands okkar, að svona lagað skuli hafa gerst. Þrátt fyrir það þá stóð ég þetta af mér, þótt líkurnar væru ekki með mér í liði,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðil sinn, Truth Social í kvöld. Undir þetta hefur J.D. Vance, verðandi varaforseti Trumps, tekið, og sagt að ef Trump hefði tapað kosningunum fyrr í mánuðinum kunni vel að vera að hann hefði varið því sem eftir væri af ævinni í fangelsi.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43 Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Vona að Musk takmarki tolla Trumps Ráðamenn í Kína eru sagðir binda vonir við að umfangsmiklar fjárfestingar Elons Musk þar í landi muni nýtast sem vogarafl í því að fá hann til að tala máli þeirra við Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Trump ætlar að skipa nokkra menn í ríkisstjórn sína sem hafa verið harðorðir í garð Kína um árabil. 24. nóvember 2024 14:43
Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21