Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2024 12:02 Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun