Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. nóvember 2024 06:00 Sigmundur Davíð boðar það, að Miðflokkurinn muni standa fyrir pólitík skynseminnar. Gott mál. Væntanlega þýðir það þó það, að Miðflokkurinn muni beita skynsemi sinnar eigin forustu og fylgjenda - en þó fyrst og fremst meintrar skynsemi Sigmundar sjálfs - til að skapa sem bezt, lýðræðislegast og öruggast velferðarþjóðfélag, þar sem mest möguleg velsæld landsmanna verði tryggð. Nú er það svo, að skynsemi Sigmundar Davíðs virðist ganga út á það, að krónan sé og verði okkar ákjósanlegasti gjaldmiðill. Sigmundur lét utanríkisráðherra sinn, Gunnar Braga Sveinsson, tilkynna ESB 12. mars 2015, að „Íslandi sé ekki lengur í hópu umsóknarríkja ESB“. Án fullrar aðildar að ESB fæst ekki Evra. Sem sagt, krónan skyldi gilda. Skynsemi Sigmundar segir honum, að krónuhagkerfið sé flott. Það eina rétta. Dæmi um það sanna og rétta um krónuhagkerfið, til upprifjunar og áherzlu: Ágætur Íslendingur, Þorsteinn Daníelsson, veitti mér fyrir nokkru upplýsingar um, hvernig krónan og krónuhagkerfið hefur farið með hann og hans fjölskyldu, hvernig hún hefur grafið undan og spillt fjárhagslegri afkomu hans, hans peningalegu velferð, frá 2004, og, ekki nóg með það, heldur ætti hann sennilega eftir að líða undan krónunni og þeirri áþján, sem hún veldur mörgum skuldurum, svo lengi sem hann lifir. Eins og við svo flest vitum, á Þorsteinn sér þúsundir þjáningabræða og -systra, annarra fórnarlamba krónunnar og krónuhagkerfisins, sem taka út sínar krónuþjáningar með þögn og þolgæði. Bíta bara á jaxlinn í hljóði. 2004 tók Þorsteinn húsnæðislán að fjárhæð 35 milljónir króna. Skyldi hann greiða lánið mánaðarlega á 40 árum með 4,2% vöxtum. Þetta þýddi mánaðarlega afborgun upp á 59.353 og vexti upp á 84.812. Mánaðarleg heildarafborgun 144.165. En lánið var vísitölubundið, sem er sérstakt krónu- og krónuhagkerfis fyrirbrigði. Ég hef víða farið og mörgu kynnst, en ekki vístölubindingu lána, sem þýðir auðvitað, að maður veit raunverulega ekki, hvað maður skuldar, eða hversu mikið maður þarf að greiða. Að taka vísitölubundið krónulán, er því nánast eins og að skrifa undir tékka, sem bankinn útfyllir svo og krefur með ófyrirséðu álagi mánaðarlega. Nú eru liðin 20 ár af lánstíma, og á núvirði er Þorsteinn búinn að greiða 91 milljón króna af láninu, en lánið bara hækkar og hækkar; nú nýlega stóð lánskrafan í 64.178.325 krónum; tvöfalldri upphaflegri fjárhæð. Þrátt fyrir það, að í reynd sé búið að borga sem nemur þrefaldri lánsfjárhæð, stendur skuldin enn í tvöfaldri lánsfjárhæð. Og darraðardansinn heldur áfram, þó að Þorsteinn borgi nú 383.280 kr. á mánuði, af eftirstöðvum lánsins, í stað 144.165 kr. af fullu láninu í byrjun, er ekki annað að sjá, en að krafa bankans hækki bara og hækki. Nú í ágúst var mánaðarleg „afborgun verðbóta“ 98.230 kr. og „verðbætur v/vaxta“ 140.365 kr. Hvað með Evruna í stað krónu? Evran er alvörugjaldmiðill, sem menn geta treyst á. Þar eru engar geðveikissveiflur í gangi, með henni standa menn á traustum grunni, vita, hvað þeir skulda, hversu mikið þeirra þurfa að greiða, hverju sinni, og, þá um leið, hvað þeir eiga. Þar eru engir óútfylltir tékkar í gangi, sem bankarnir bara útfylla sjálfir, með ófyrirséðu álagi, og krefja svo inn. Evran tryggir líka lágmarksvexti, sem yfirleitt er aðeins þriðjungur af því, sem er, í krónuhagkerfinu. Hvernig hefði Evru-lán komið út fyrir Þorstein? Ég fékk þýzkan banka til að reikna út fyrir mig, hvernig mál hefðu þróast og hvar Þorsteinn stæði, ef hann hefði tekið sams konar Evru-lán. 35 milljónir króna voru 2004 um 400 þúsund Evrur. Hefði slíkt lán verið tekið með 4,2% vöxtum, hefði afborgun á mánuði síðustu 20 árin, allan tímann, verið EUR 1.722. Miðað við fullt núverandi gengi, 145 kr. í Evru, væri mánðarleg afborgun nú 250.000. Eftirstöðvar skuldar væru EUR 270.000, eða á núverandi gengi 39 milljónir. Í hnotskurn: Þorsteinn greiðir 383.280 kr. á mánuði í krónuhagskerfinu, í Evruhagkerfi væri fjárhæðin 250.000. Þorsteinn skuldar enn 64 milljónir í krónuhagkerfinu, og skuldin fer hækkandi, þó að af sé greitt. Í Evruhagkerfi myndi hann skulda 39 milljónir og skuldin færi lækkandi. Grunnhyggnir krónutalsmenn segja þá, já, en húsið hefur hækkað að sama skapi og greiðslur og skuldin. En þetta er auðvitað hjóm eitt, bábilja, því húsið hefur ekkert meira raunverðgildi fyrir Þorstein, þrátt fyrir hærra söluverð, því fyrir þetta hærra söluverð fæst ekkert meira, allt annað hefur hækkað að sama skapi. Þessar uppblásnu, margföldu verðbætur og auknu greiðslukröfur eru því í reynd stórfelldir aukavextir, okurvextir, sem Þorsteinn hefur verið neyddur til að borga bankanum, fjármagnseigendum, og hann fær í reynd ekkert fyrir. Krónuhagkerfið í hnotskurn. Þríeykið, sem vill krónuhagkerfið: Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og Sigurður Ingi (Kristrún víst reyndar líka) Er þetta sú skynsemi í efnahags- og peningamálum, sem Sigmundur Davíð vill berjast fyrir? Ef svo er, hverjir vilja styðja hann og Miðflokkinn í því? Bjarni Ben, Sjálfstæðisflokkurinn, Sigurður Ingi og Framsóknarflokkurinn eru þarna með nákvæmlega sömu stefnumörkun. Vilja veðja á krónuhagkerfið, telja það flott. Reyndar virðist Kristrún Frostadóttir og hennar Nýja Samfylking þarna vera á svipuðu róli; telja bara krónuhagkerfið fínt. Má gjarnan gilda áfram, Þorstein og aðrir mega kverljast áfram, þeirra vegna. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð boðar það, að Miðflokkurinn muni standa fyrir pólitík skynseminnar. Gott mál. Væntanlega þýðir það þó það, að Miðflokkurinn muni beita skynsemi sinnar eigin forustu og fylgjenda - en þó fyrst og fremst meintrar skynsemi Sigmundar sjálfs - til að skapa sem bezt, lýðræðislegast og öruggast velferðarþjóðfélag, þar sem mest möguleg velsæld landsmanna verði tryggð. Nú er það svo, að skynsemi Sigmundar Davíðs virðist ganga út á það, að krónan sé og verði okkar ákjósanlegasti gjaldmiðill. Sigmundur lét utanríkisráðherra sinn, Gunnar Braga Sveinsson, tilkynna ESB 12. mars 2015, að „Íslandi sé ekki lengur í hópu umsóknarríkja ESB“. Án fullrar aðildar að ESB fæst ekki Evra. Sem sagt, krónan skyldi gilda. Skynsemi Sigmundar segir honum, að krónuhagkerfið sé flott. Það eina rétta. Dæmi um það sanna og rétta um krónuhagkerfið, til upprifjunar og áherzlu: Ágætur Íslendingur, Þorsteinn Daníelsson, veitti mér fyrir nokkru upplýsingar um, hvernig krónan og krónuhagkerfið hefur farið með hann og hans fjölskyldu, hvernig hún hefur grafið undan og spillt fjárhagslegri afkomu hans, hans peningalegu velferð, frá 2004, og, ekki nóg með það, heldur ætti hann sennilega eftir að líða undan krónunni og þeirri áþján, sem hún veldur mörgum skuldurum, svo lengi sem hann lifir. Eins og við svo flest vitum, á Þorsteinn sér þúsundir þjáningabræða og -systra, annarra fórnarlamba krónunnar og krónuhagkerfisins, sem taka út sínar krónuþjáningar með þögn og þolgæði. Bíta bara á jaxlinn í hljóði. 2004 tók Þorsteinn húsnæðislán að fjárhæð 35 milljónir króna. Skyldi hann greiða lánið mánaðarlega á 40 árum með 4,2% vöxtum. Þetta þýddi mánaðarlega afborgun upp á 59.353 og vexti upp á 84.812. Mánaðarleg heildarafborgun 144.165. En lánið var vísitölubundið, sem er sérstakt krónu- og krónuhagkerfis fyrirbrigði. Ég hef víða farið og mörgu kynnst, en ekki vístölubindingu lána, sem þýðir auðvitað, að maður veit raunverulega ekki, hvað maður skuldar, eða hversu mikið maður þarf að greiða. Að taka vísitölubundið krónulán, er því nánast eins og að skrifa undir tékka, sem bankinn útfyllir svo og krefur með ófyrirséðu álagi mánaðarlega. Nú eru liðin 20 ár af lánstíma, og á núvirði er Þorsteinn búinn að greiða 91 milljón króna af láninu, en lánið bara hækkar og hækkar; nú nýlega stóð lánskrafan í 64.178.325 krónum; tvöfalldri upphaflegri fjárhæð. Þrátt fyrir það, að í reynd sé búið að borga sem nemur þrefaldri lánsfjárhæð, stendur skuldin enn í tvöfaldri lánsfjárhæð. Og darraðardansinn heldur áfram, þó að Þorsteinn borgi nú 383.280 kr. á mánuði, af eftirstöðvum lánsins, í stað 144.165 kr. af fullu láninu í byrjun, er ekki annað að sjá, en að krafa bankans hækki bara og hækki. Nú í ágúst var mánaðarleg „afborgun verðbóta“ 98.230 kr. og „verðbætur v/vaxta“ 140.365 kr. Hvað með Evruna í stað krónu? Evran er alvörugjaldmiðill, sem menn geta treyst á. Þar eru engar geðveikissveiflur í gangi, með henni standa menn á traustum grunni, vita, hvað þeir skulda, hversu mikið þeirra þurfa að greiða, hverju sinni, og, þá um leið, hvað þeir eiga. Þar eru engir óútfylltir tékkar í gangi, sem bankarnir bara útfylla sjálfir, með ófyrirséðu álagi, og krefja svo inn. Evran tryggir líka lágmarksvexti, sem yfirleitt er aðeins þriðjungur af því, sem er, í krónuhagkerfinu. Hvernig hefði Evru-lán komið út fyrir Þorstein? Ég fékk þýzkan banka til að reikna út fyrir mig, hvernig mál hefðu þróast og hvar Þorsteinn stæði, ef hann hefði tekið sams konar Evru-lán. 35 milljónir króna voru 2004 um 400 þúsund Evrur. Hefði slíkt lán verið tekið með 4,2% vöxtum, hefði afborgun á mánuði síðustu 20 árin, allan tímann, verið EUR 1.722. Miðað við fullt núverandi gengi, 145 kr. í Evru, væri mánðarleg afborgun nú 250.000. Eftirstöðvar skuldar væru EUR 270.000, eða á núverandi gengi 39 milljónir. Í hnotskurn: Þorsteinn greiðir 383.280 kr. á mánuði í krónuhagskerfinu, í Evruhagkerfi væri fjárhæðin 250.000. Þorsteinn skuldar enn 64 milljónir í krónuhagkerfinu, og skuldin fer hækkandi, þó að af sé greitt. Í Evruhagkerfi myndi hann skulda 39 milljónir og skuldin færi lækkandi. Grunnhyggnir krónutalsmenn segja þá, já, en húsið hefur hækkað að sama skapi og greiðslur og skuldin. En þetta er auðvitað hjóm eitt, bábilja, því húsið hefur ekkert meira raunverðgildi fyrir Þorstein, þrátt fyrir hærra söluverð, því fyrir þetta hærra söluverð fæst ekkert meira, allt annað hefur hækkað að sama skapi. Þessar uppblásnu, margföldu verðbætur og auknu greiðslukröfur eru því í reynd stórfelldir aukavextir, okurvextir, sem Þorsteinn hefur verið neyddur til að borga bankanum, fjármagnseigendum, og hann fær í reynd ekkert fyrir. Krónuhagkerfið í hnotskurn. Þríeykið, sem vill krónuhagkerfið: Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og Sigurður Ingi (Kristrún víst reyndar líka) Er þetta sú skynsemi í efnahags- og peningamálum, sem Sigmundur Davíð vill berjast fyrir? Ef svo er, hverjir vilja styðja hann og Miðflokkinn í því? Bjarni Ben, Sjálfstæðisflokkurinn, Sigurður Ingi og Framsóknarflokkurinn eru þarna með nákvæmlega sömu stefnumörkun. Vilja veðja á krónuhagkerfið, telja það flott. Reyndar virðist Kristrún Frostadóttir og hennar Nýja Samfylking þarna vera á svipuðu róli; telja bara krónuhagkerfið fínt. Má gjarnan gilda áfram, Þorstein og aðrir mega kverljast áfram, þeirra vegna. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar