Einn var handtekinn í póstnúmerinu 113, grunaður um líkamsárás og eignaspjöll og þá var tlkynnt um skemmdarverk í stigagangi fjölbýlishúss í póstnúmerinu 111.
Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem tilkynnt var um mikinn hávaða frá veitingastað í Hafnarfirði en í ljós kom að starfsmenn voru að prófa nýja karaoke-græju.
Lögreglumenn höfðu einnig afskipti af ungum manni sem hafði ekið út á ísilagt vatn í póstnúmerinu 110. Var hann upplýstur um hætturnar sem fylgdu athæfinu. Þá varð umferðarslys í Kópavogi, þar sem ökumaður reyndist vera undir áhrifum áfengis.