Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:42 Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun